Tilkynnt var um slysið sem átti sér stað á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan 00:30 aðfaranótt sunnudags. Einn var fluttur alvarlega slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú hafa þær upplýsingar fengist frá lögreglu að ástand hans sé stöðugt og hann ekki talinn í lífshættu.
Rannsókn málsins heldur áfram í þessari viku en lögrega var við störf á vettvangi inn í nóttina.
Vegfarandi tjáði fréttastofu að þrír lögreglubílar og sjúkrabíll hefðu verið á vettvangi ásamt þyrlunni. Honum hefði virst sem bíllinn hefði verið nánast gjöreyðilagður.