Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2023 21:30 Vegan búðin hefur verið sögð stærsta vegan dagvörubúð heims. Vísir/Vilhelm Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk. Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum. Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum.
Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira