Lífið

Dóttir Katrínar Hall­dóru komin með nafn

Íris Hauksdóttir skrifar
Katrín Halldóra með litlu dóttur sína á skírnardaginn. 
Katrín Halldóra með litlu dóttur sína á skírnardaginn.  aðsend

Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, gáfu dóttur sinni nafn um helgina. 

Þau Katrín Halldóra og Hallgrímur, trommuleikari Sólstafa, eignuðust dóttur nú á vordögum en fyrir eiga þau soninn Stíg, tveggja ára. 

Litla dóttirin fékk nafnið sitt við fallega athöfn í heimahúsi þar sem þeir Sigurður Þór Óskarsson og Oddur Júlíusson sáu um skemmtiatriði.

Sóley litla Hallgrímsdóttir fékk veglega tertu í tilefni dagsins.aðsend

Barnið fékk nafnið Sóley, en hún fæddist eins og frægt er á fæðingardegi bróður síns. Það var einmitt Stígur, stóri bróðir, sem fékk að velja nafnið á litlu systur sína. Hann tók upp á því strax meðan hún var í bumbunni að kalla hana Sóleyju sem féll vel í kramið hjá foreldrunum og því héldu þau sig við nafnið. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×