Enski boltinn

Chelsea gæti stillt upp LFC miðju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moises Caicedo í myndatökunni þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Chelsea.
Moises Caicedo í myndatökunni þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. Getty/Darren Walsh

Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga.

Chelsea hefur á stuttum tíma tekið tvo miðjumenn fyrir framan nefið á Liverpool. Þetta eru þeir Moisés Caicedo hjá Brighton & Hove Albion og Roméo Lavia hjá Southampton.

Liverpool hefur boðið vel í leikmennina en báðir hafa frekar viljað fara til Chelsea en að spila með Liverpool.

Í viðbót hafði Liverpool einnig haft áhuga á Enzo Fernández sem Chelsea gerði að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar í janúar á þessu ári.

Chelsea sló sitt eigið met með því að kaupa Caicedo á 115 milljónir punda.

Það grátbroslega er að eftir að hafa tekið þrjá leikmenn á óskalista Liverpool þá mun Chelsea væntanlega stilla upp LFC miðju með þeim Lavia, Fernández og Caicedo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×