Innlent

Gjaldtaka hefst á hleðslustöðvum í bílastæðahúsum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hingað til hefur notkun hleðslustöðva verið ókeypis.
Hingað til hefur notkun hleðslustöðva verið ókeypis. Reykjavíkurborg

Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. 

„Reykjavíkurborg og Ísorka hafa gert með sér samning um hleðslustöðvarnar og mun Ísorka þjónusta þær og sjá um viðhald. Um er að ræða hleðslustöðvar í bílahúsum í Ráðhúsi, Stjörnuporti,Traðarkoti, Vitatorgi og Vesturgötu 7,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Gjaldið verður sem hér segir:

Frá klukkan 8-18

  • 24 kr. KWst.
  • 3 kr. mínútan
  • Ekkert tímagjald fyrstu þrjár klukkustundirnar.

Frá klukkan 18. til 8

  • 24 kr.kWst.
  • Ekkert tímagjald.

Þá segir að gjaldtakan sé sett á til að bregðast við mikiilli eftirspurn og til að gæta jafnræðis en hafi áður verið ókeypis til kynningar, til að hjápa með orkuskipti og til að hvetja til notkunar á bílahúsum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×