Sósíalistaflokkur Sánchez fékk næstflest atkvæði í kosningunum 23. júlí á eftir Lýðflokknum, stærsta hægri flokknum. Minnihlutastjórnir undir forystu Sánchez hafa stýrt Spáni frá byrjun árs 2020.
Sánchez sagði ekki hverjir samstarfsflokkarnir yrðu í nýju minnihlutastjórninni sem hann vill mynda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Augljósi kosturinn er þó Sumar, bandalag flokka sem eru vinstra megin við Sósíalistaflokkinn. Hann þyrfti þó einnig að reiða sig á minni héraðsbundna flokka.
„Ég ætla að sækjast eftir trausti þingsins til þess að mynda framsækna ríkisstjórn,“ sagði Sánchez í ávarpi til þingmanna flokksins í dag fyrir þingsetningu á morgun.
Yolanda Díaz, leiðtogi Sumar, sagði sitt fólk vinna að því að endurnýja stjórnarsamstarfið við sósíalista.