Enski boltinn

„Ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun“

Aron Guðmundsson skrifar
Arteta og Jurren Timber á æfingasvæði Arsenal
Arteta og Jurren Timber á æfingasvæði Arsenal Vísir/Getty

Mikel Arteta, knatt­spyrnu­stjóri Arsenal, hefur miklar á­hyggjur af stöðu mála hjá at­vinnu­mönnum í boltanum en upp á síð­kastið hefur það verið á­berandi hversu mörg stór nöfn í knatt­spyrnu­heiminum hafa verið að heltast úr lestinni vegna meiðsla.

Nú hefur verið stað­fest að Jur­rien Timber, nýr leik­maður Arsenal, verði lengi frá eftir að hann sleit kross­band í fyrstu um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar í leik gegn Notting­ham For­est.

Auk Timber er hægt að nefna ný­leg meiðsli Kevin De Bru­yne, Tyrone Mings og Christopher Nkunku og var Arteta spurður út í þessa þróun á blaða­manna­fundi í dag.

„Við getum líka bent á Emili­ano Buendioa, Thibaut Cour­tois og Eder Militao. Það er eitt­hvað að eiga sér stað þarna. Leikir og æfinga­ferðir hafa á­vallt verið hluti af á­laginu hjá leik­mönnum en nú bættist heims­meistara­mótið í desember við, plús hitt, plús þetta og plús aðrir lands­leikir. Þetta er bara of mikið fyrir þessa leik­menn.“

Verið sé að krefjast of mikils af at­vinnu­mönnum.

„Ef við horfum á næstu 36 mánuði hjá þessum leikjum þá er í raun bara best að vera ekkert að horfa á þá. Á­lagið fram­undan er ó­trú­legt.“

Hann er ekki með svörin við því hvað þarf að eiga sér stað svo hægt sé að beina þróuninni í þessum efnum í rétta átt.

„Það er of seint í tilfelli næstu 36 mánaða. Ég veit ekki hver þarf að hafa hátt og vekja athygli á þessu svo eitthvað sé gert en ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×