Verktakinn gjaldþrota og framkvæmdum á Anfield seinkar Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdir hafa staðið yfir á Anfield síðustu misserin. Vísir/Getty Opnun endurbættrar stúku á Anfield gæti seinkað enn frekar vegna yfirvofandi gjaldþrots verktakans. Aðeins hluti stúkunnar verður í notkun þegar Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu á laugardag. Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik. Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik.
Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira