Innlent

Fundu alls­bera mann­eskju í Breið­holtinu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Lögreglan í Hafnarfirði komst á snoðir um sofandi manneskju.
Lögreglan í Hafnarfirði komst á snoðir um sofandi manneskju. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um allsbera manneskju í Breiðholtinu í dag. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var hún færð á spítala vegna notkunar á fíkniefnum.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás, húsbrot og skemmdarverk á Hopp hlaupahjóli í Breiðholtinu.

Í miðborginni var tilkynnt um manneskju sem var til leiðinda og var vistuð í fangaklefa. Þar var einnig keyrt á gangandi vegfaranda sem hlaut þó aðeins óverulega áverka af.

Í Múlunum sást manneskja með hníf á lofti en þegar lögregla mætti á svæðið fann hún engin merki um kutabera.

Í Hafnarfirði barst tilkynning um sofandi manneskju. Í skýrslu lögreglunnar segir ekki hvernig tekið var á því máli.

Þá voru skemmdarverk framin í Garðabænum. Búið var að mölva upp lyklabox. Einnig var tilkynnt um eitt umferðarslys en meiðsli á fólki voru óveruleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×