Viðskipti innlent

Benedikt er launahæsti bankastjórinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jóhann Guðlaugur, til vinstri, var með hæstu laun starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann var raunar með tvöföld laun þeirra Benedikts og Lilju sem bæði eru bankastjórar.
Jóhann Guðlaugur, til vinstri, var með hæstu laun starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann var raunar með tvöföld laun þeirra Benedikts og Lilju sem bæði eru bankastjórar. vísir

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.

Það er Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, meðeigandi fjárfestingarfélagsins Aztiq, sem trónir á toppnum með 9,7 milljónir króna á mánuði að meðaltali í fyrra. Aztiq er að stórum hluta í eigu Róberts Wessmann og eru stærstu eignir Alvogen og Alvotech. Jóhann var áður forstöðumaður hjá Alvogen.

Benedikt Gíslason kemur á eftir honum með 5,5 milljónir króna. Benedikt tók við stöðu bankastjóra í júní 2019. Fast á hæla Benedikts kemur Stefán Pétursson stjórnarmaður í Íslandsbanka með 5,3 milljónir króna.

Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, er í fimmta sæti með 4,8 milljónir króna á mánuði. Hún er með nokkru meira en bankastjóri Landsbankans Lilja Björk Einarsdóttir sem var með 4 milljónir króna á mánuði á síðasta ári.

Í áttunda sæti er Marínó Örn Tryggvason bankastjóri Kviku með 4,1 milljón króna. Kvika sleit samrunaviðræðum við Íslandsbanka eftir að boðað var til hluthafafundar síðarnefnda bankans í júní.

Hér að neðan má sjá listann yfir tíu launahæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja:

  1.  Jóhann Guðlaugur Jóhannsson, meðeig. Aztiq – 9,7 milljónir króna
  2.  Benedikt Gíslason, bankastj. Arion banka – 5,5 milljónir króna
  3.  Stefán Pétursson, stjórnarmaður í Íslandsbanka – 5,3 milljónir króna
  4.  Sigurður Atli Jónsson, stj.form. ILTA Investm. – 4,8 milljónir króna
  5.  Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion – 4,8 milljónir króna
  6.  Páll Harðarson, fjármálastj. hjá Nasdaq Europ. Markets – 4,3 milljónir króna
  7.  Atli Rafn Björnsson, fv. forstm. fyrirtækjaráðgj. ÍSB – 4,3 milljónir króna
  8.  Marinó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku – 4,1 milljónir króna
  9.  Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans – 4,0 milljónir króna
  10. Riaan Dreyer, frkvstj. upplýsingatæknisv. Íslandsbanka – 3,9 milljónir króna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×