„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:41 Snorri Geir Steingrímsson segist handviss um að allir flugmenn séu á móti því að þrengja að flugvellinum í Reykjavík. Snorri Geir/Vísir/Vilhelm Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23