Enski boltinn

Endo orðinn leikmaður Liverpool

Aron Guðmundsson skrifar
EndoLIV

Japanski miðjumaðurinn Wataru Endo er orðinn leikmaður Liverpool. Frá þessu greinir enska úrvalsdeildarfélagið í tilkynningu á vefsíðu sinni. 

Endo er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við liðið frá Bítlaborginni í yfirstandandi félagsskiptaglugga en hann er keyptur frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Stuttgart og skrifar undir fjögurra ára samning við Liverpool.

Hjá Stuttgart lék Endo frá árinu 2019 og spilaði 133, auk þess að skora 15 mörk. Þá á hann að baki 50 A-landsleiki fyrir japanska landsliðið.

Endo mun spila í treyju númer 3 hjá Liverpool hann er spenntur fyrir því að vera orðinn leikmaður félagsins.

„Það fylgir þessu mögnuð tilfinning, draumur að rætast. Það hefur alltaf verið einn af draumum mínum að spila í ensku úrvalsdeildinni og nú fæ ég að gera það með einu stærsta knattspyrnufélagi í heimi.“

Endo er 30 ára gamall og er Liverpool sagt kaupa leikmanninn á um 21 milljón punda ef bónusgreiðslur eru taldar með í kaupverðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×