Spá sömuleiðis enn einni stýrivaxtahækkuninni í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2023 12:25 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Stöð 2 Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi, á miðvikudaginn í næstu viku. Bankinn telur að hjöðnun verðbólgunnar og minni spenna í hagkerfinu sé ástæða þess að Seðlabankinn taki minna vaxtahækkunarskref en áður og ef áfram heldur sem horfir séu allgóðar líkur á að þetta verði síðasta vaxtahækkunin í bili og að hægt vaxtalækkunarferli hefjist á næsta ári. Spá Greiningar Íslandsbanka rímar við spá Hagfræðideildar Landsbankans sem greindi frá því fyrr í vikunni að hún spái 25 punkta hækkun á miðvikudag. Gangi spárnar eftir yrði hækkunin sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75 prósentum í 9,0 prósent. Vextir voru síðast svo háir árið 2010, en á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 24. maí síðastliðinn, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5 í 8,75 prósent. „Við teljum að nefndin muni stíga talsvert minna hækkunarskref en í síðustu ákvörðunum vegna þess að frá vaxtaákvörðuninni í maí hafa flestar hagtölur þróast til betri vegar. Þar má helst nefna verðbólguna sem hefur hjaðnað nokkuð hratt og verðbólguhorfur hafa heldur skánað. Við síðustu vaxtaákvörðun var ársverðbólga 9,9% og hafði mælst yfir 9% í um það bil ár. Verðbólgan tók loksins að hjaðna fyrir alvöru í sumar og mælist nú 7,6% í júlímánuði að mestu vegna verðlækkana á íbúðamarkaði og minni innfluttrar verðbólgu. Útlit er fyrir enn frekari hjöðnun í ágúst samkvæmt nýrri verðbólguspá okkar í Greiningu. Einnig hefur kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda liði, hjaðnað á alla mælikvarða undanfarna mánuði. Það eru jákvæðar fréttir þar sem peningastefnunefndin horfir á þessa mælikvarða til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting,“ segir í greiningunni. Þá segir að ef verði af vaxtahækkun í næstu viku telji bankinn allgóðar líkur á því að nefndin láti þar við sitja og haldi vöxtum óbreyttum út árið. „Ef horfur haldast óbreyttar teljum við allgóðar líkur á að vaxtahækkunarferlinu sé lokið, en reynslan undanfarið ár kennir okkur þó að þar er ekki á vísan að róa. Við teljum að hægfara vaxtalækkunarferli muni svo hefjast á fyrri hluta næsta árs eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og hagkerfið sækir í betra jafnvægi,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslandsbanki Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bankinn telur að hjöðnun verðbólgunnar og minni spenna í hagkerfinu sé ástæða þess að Seðlabankinn taki minna vaxtahækkunarskref en áður og ef áfram heldur sem horfir séu allgóðar líkur á að þetta verði síðasta vaxtahækkunin í bili og að hægt vaxtalækkunarferli hefjist á næsta ári. Spá Greiningar Íslandsbanka rímar við spá Hagfræðideildar Landsbankans sem greindi frá því fyrr í vikunni að hún spái 25 punkta hækkun á miðvikudag. Gangi spárnar eftir yrði hækkunin sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75 prósentum í 9,0 prósent. Vextir voru síðast svo háir árið 2010, en á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 24. maí síðastliðinn, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5 í 8,75 prósent. „Við teljum að nefndin muni stíga talsvert minna hækkunarskref en í síðustu ákvörðunum vegna þess að frá vaxtaákvörðuninni í maí hafa flestar hagtölur þróast til betri vegar. Þar má helst nefna verðbólguna sem hefur hjaðnað nokkuð hratt og verðbólguhorfur hafa heldur skánað. Við síðustu vaxtaákvörðun var ársverðbólga 9,9% og hafði mælst yfir 9% í um það bil ár. Verðbólgan tók loksins að hjaðna fyrir alvöru í sumar og mælist nú 7,6% í júlímánuði að mestu vegna verðlækkana á íbúðamarkaði og minni innfluttrar verðbólgu. Útlit er fyrir enn frekari hjöðnun í ágúst samkvæmt nýrri verðbólguspá okkar í Greiningu. Einnig hefur kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda liði, hjaðnað á alla mælikvarða undanfarna mánuði. Það eru jákvæðar fréttir þar sem peningastefnunefndin horfir á þessa mælikvarða til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting,“ segir í greiningunni. Þá segir að ef verði af vaxtahækkun í næstu viku telji bankinn allgóðar líkur á því að nefndin láti þar við sitja og haldi vöxtum óbreyttum út árið. „Ef horfur haldast óbreyttar teljum við allgóðar líkur á að vaxtahækkunarferlinu sé lokið, en reynslan undanfarið ár kennir okkur þó að þar er ekki á vísan að róa. Við teljum að hægfara vaxtalækkunarferli muni svo hefjast á fyrri hluta næsta árs eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og hagkerfið sækir í betra jafnvægi,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslandsbanki Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35