Spá sömuleiðis enn einni stýrivaxtahækkuninni í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2023 12:25 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Stöð 2 Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi, á miðvikudaginn í næstu viku. Bankinn telur að hjöðnun verðbólgunnar og minni spenna í hagkerfinu sé ástæða þess að Seðlabankinn taki minna vaxtahækkunarskref en áður og ef áfram heldur sem horfir séu allgóðar líkur á að þetta verði síðasta vaxtahækkunin í bili og að hægt vaxtalækkunarferli hefjist á næsta ári. Spá Greiningar Íslandsbanka rímar við spá Hagfræðideildar Landsbankans sem greindi frá því fyrr í vikunni að hún spái 25 punkta hækkun á miðvikudag. Gangi spárnar eftir yrði hækkunin sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75 prósentum í 9,0 prósent. Vextir voru síðast svo háir árið 2010, en á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 24. maí síðastliðinn, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5 í 8,75 prósent. „Við teljum að nefndin muni stíga talsvert minna hækkunarskref en í síðustu ákvörðunum vegna þess að frá vaxtaákvörðuninni í maí hafa flestar hagtölur þróast til betri vegar. Þar má helst nefna verðbólguna sem hefur hjaðnað nokkuð hratt og verðbólguhorfur hafa heldur skánað. Við síðustu vaxtaákvörðun var ársverðbólga 9,9% og hafði mælst yfir 9% í um það bil ár. Verðbólgan tók loksins að hjaðna fyrir alvöru í sumar og mælist nú 7,6% í júlímánuði að mestu vegna verðlækkana á íbúðamarkaði og minni innfluttrar verðbólgu. Útlit er fyrir enn frekari hjöðnun í ágúst samkvæmt nýrri verðbólguspá okkar í Greiningu. Einnig hefur kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda liði, hjaðnað á alla mælikvarða undanfarna mánuði. Það eru jákvæðar fréttir þar sem peningastefnunefndin horfir á þessa mælikvarða til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting,“ segir í greiningunni. Þá segir að ef verði af vaxtahækkun í næstu viku telji bankinn allgóðar líkur á því að nefndin láti þar við sitja og haldi vöxtum óbreyttum út árið. „Ef horfur haldast óbreyttar teljum við allgóðar líkur á að vaxtahækkunarferlinu sé lokið, en reynslan undanfarið ár kennir okkur þó að þar er ekki á vísan að róa. Við teljum að hægfara vaxtalækkunarferli muni svo hefjast á fyrri hluta næsta árs eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og hagkerfið sækir í betra jafnvægi,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslandsbanki Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Bankinn telur að hjöðnun verðbólgunnar og minni spenna í hagkerfinu sé ástæða þess að Seðlabankinn taki minna vaxtahækkunarskref en áður og ef áfram heldur sem horfir séu allgóðar líkur á að þetta verði síðasta vaxtahækkunin í bili og að hægt vaxtalækkunarferli hefjist á næsta ári. Spá Greiningar Íslandsbanka rímar við spá Hagfræðideildar Landsbankans sem greindi frá því fyrr í vikunni að hún spái 25 punkta hækkun á miðvikudag. Gangi spárnar eftir yrði hækkunin sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75 prósentum í 9,0 prósent. Vextir voru síðast svo háir árið 2010, en á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 24. maí síðastliðinn, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5 í 8,75 prósent. „Við teljum að nefndin muni stíga talsvert minna hækkunarskref en í síðustu ákvörðunum vegna þess að frá vaxtaákvörðuninni í maí hafa flestar hagtölur þróast til betri vegar. Þar má helst nefna verðbólguna sem hefur hjaðnað nokkuð hratt og verðbólguhorfur hafa heldur skánað. Við síðustu vaxtaákvörðun var ársverðbólga 9,9% og hafði mælst yfir 9% í um það bil ár. Verðbólgan tók loksins að hjaðna fyrir alvöru í sumar og mælist nú 7,6% í júlímánuði að mestu vegna verðlækkana á íbúðamarkaði og minni innfluttrar verðbólgu. Útlit er fyrir enn frekari hjöðnun í ágúst samkvæmt nýrri verðbólguspá okkar í Greiningu. Einnig hefur kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda liði, hjaðnað á alla mælikvarða undanfarna mánuði. Það eru jákvæðar fréttir þar sem peningastefnunefndin horfir á þessa mælikvarða til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting,“ segir í greiningunni. Þá segir að ef verði af vaxtahækkun í næstu viku telji bankinn allgóðar líkur á því að nefndin láti þar við sitja og haldi vöxtum óbreyttum út árið. „Ef horfur haldast óbreyttar teljum við allgóðar líkur á að vaxtahækkunarferlinu sé lokið, en reynslan undanfarið ár kennir okkur þó að þar er ekki á vísan að róa. Við teljum að hægfara vaxtalækkunarferli muni svo hefjast á fyrri hluta næsta árs eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og hagkerfið sækir í betra jafnvægi,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslandsbanki Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35