Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan.

Þá heyrum við frá móður stúlku sem greindist með átröskun fyrir um þremur árum. Hún segir aðstoðina fást allt of seint. Ný skýrsla frá heilbrigðisráðuneytinu bendir til þess að þjónusta í málaflokknum sé ekki fullnægjandi fyrr en á seinni stigum sjúkdóms, og því veikist fólk alvarlegar en ef gripið væri fyrr inn í.

Magnús Hlynur ætlar að segja okkur frá tveimur vinum, sem báðir nota hjólastóla eftir sitt hvort mótorhjólaslysið, sem komu mótorhjólahópnum sínum á óvart með því að mæta með þyrlu í veislu hópsins í Galtalækjarskógi.

Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö, í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×