Enski boltinn

Jákvæðar fréttir berast af Arnóri

Aron Guðmundsson skrifar
Arnór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir IFK Norrköping í dag.
Arnór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir IFK Norrköping í dag. Vísir/Getty

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Arnór Sigurðs­son leik­maður Black­burn Rovers, er að komast á fullt skrið á nýjan leik eftir að hafa verið að glíma við þrá­lát meiðsli í nára.

Arnór, sem gekk í raðir Blackburn Rovers á láni út tímabilið frá CSKA Moskvu fyrr í sumar, er byrjaður að æfa með bolta á nýjan leik. 

Þetta sést í myndbandi sem Blackburn Rovers deilir á samfélagsmiðlum núna í dag.

„Arnór er mættur aftur út á grasið og er það liður í endurhæfingu hans,“ segir í færslu Blackburn. 

Ljóst er að Íslendingurinn knái gæti því snúið aftur á völlinn innan nokkurra vikna og spilað sinn fyrsta leik fyrir Blackburn Rovers í ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×