Enski boltinn

„Stjórnuðum leiknum al­gjör­lega“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skyttan Declan Rice.
Skyttan Declan Rice. Mike Hewitt/Getty Images

Declan Rice, miðjumaður Arsenal, var sáttur með sigur sinna manna á Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrátt fyrir að leiknum hafi lokið með 1-0 sigri Arsenal þá vildi Rice meina að hans menn hafi verið öll völd á vellinum.

„Þú horfir á klukkuna og sérð að það eru 20 mínútur eftir gegn ungu og líkamlega öflugu liði, það er erfitt. Ef þú vilt vera við toppinn þegar tímabilinu lýkur þarftu að sýna karakter og ná í þrjú stig,“ sagði Rice en Arsenal var manni færri síðustu 25 mínútur leiksins eða svo.

Ens„Það var mikill léttir að komast í gegnum þessar 25 mínútur. Við vitum hvernig það er að spila á Selhurst Park og við stýrðum leiknum algjörlega þangað til við vorum 10 gegn 11. Við lögðum líkama okkar á línuna til að ná þessum þremur stigum.“

„Við vitum að leikmenn eru að tefja þá fá þeir gult spjald en magnið af uppbótartíma í lokin getur verið pirrandi,“ sagði Rice en Takehiro Tomiyasu fékk gult fyrir að tefja í kvöld. Hann fékk svo annað gult fyrir brot skömmu síðar.

„Gegn Nottingham Forest spiluðum með tígulmiðju en í kvöld var ég einn djúpur og datt niður í vörnina. Síðustu fjórar vikur hef ég lært mikið, er að læra hvernig við spilum sem lið. Er æstur í að halda áfram að læra og vil sýna fólki að ég hef það sem þarf til að spila í toppliði,“ sagði Rice að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×