Lög eða ólög? Sabine Leskopf skrifar 23. ágúst 2023 07:31 „Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs. Ólögin voru sett án fyrirhyggju og umhyggju þrátt fyrir fögur orð í stjórnarsáttmálanum þar sem áhersla var lögð á: „Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi.“ Fyrir utan að ekkert í breytingum á útlendingaólögunum er skilvirkt, skýrt eða mannúðlegt, þá er framkvæmdin í algerri óvissu, ekkert samtal var tekið áður en lögin tóku gildi, engar áætlanir til. Hver var þá tilgangurinn með þessum breytingum? Jú, tilgangurinn er að koma í ljós þó að viss flækjustig séu í ríkisstjórnarsamstarfinu. VG ætlar sér að bæta við á langan lista þeirra verkefna sem ríkið veltir yfir á sveitarfélögin án þess að fjármagna þau, verkefnum sem snúa að þeim sem minnst mega sín og hafa ekki sömu rödd og aðrir, fremst í röðinni er þar fatlað fólk þar sem ríkið er skv. mati Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið upp í 10-12 milljarða skuld árlega og nú eiga sem sagt að bætast við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingaandúð á kostnað Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn og dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi leitast við að vinna sér inn athygli og stuðning með elstu brellunni í boxinu að beita fyrir sig útlendingaandúð og bjóða öllum sem eru ósátt með hvaðeina að gera hið útlenda að sökudólgi til að dreifa athygli frá eigin vanrækslu í málaflokki sem flokkurinn hefur stjórnað í áratug, en líka eigin spillingamálum og vandræðagangi eins og sölunni á Íslandsbanka. Hugmynd um fangabúðir kemur þess vegna ekki á óvart, lausn sem dómsmálaráðherra hefur sett fram. En jafnvel þótt slíkt yrði að veruleika, þá tæki það mörg ár í framkvæmd, þannig að það hjálpar engu þeirra sem hent var bókstaflega á götuna algerlega óháð aðstæðum þeirra, án þess einu sinni að taka tillit til þess hvort hægt sé yfirleitt að senda þau úr landi eða ekki, hvað bíði þeirra hér eða erlendis eða til viðkvæmrar stöðu kvenna á flótta. Vandræðagangur forsætisráðherra Forsætisráðherrann vill klárlega leysa málin en opinberar samt örvæntingu sína með því að senda einungis valdar spurningar í flýtimeðferð til lagastofnunar til að fá einungis þaðan þau svör sem henta. Tekin var út fyrir sviga 15. grein laga um félagsaðstoð sveitarfélaga sem segir skýrt að sveitarfélögum er einungis heimild að veita aðstoð með leyfi og endurgreiðslu af hálfu ráðuneytisins. Reyndar liggur fyrir frumvarp um breytingar á þessari grein þar sem kemur fram að þetta sé hvort sem er einungis undantekningartilvik, fyrst og fremst aðstoð til heimferðar. Sem þýðir, eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á, að vilji ríkisstjórnar sé að þessi grein eigi alls ekki grípa þá einstaklinga sem hér er um að ræða, þar sem óvissa ríkir um lengd dvalar hér. Þannig virðast þingmenn vera töluvert duglegri að fara eftir leiðbeiningum Kafkas en Bíblíunnar þótt sumir haldi öðru fram – a.m.k. hvað varðar 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem sagt er að „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ En eina svarið í stöðunni getur bara verið að bakka með framkvæmd sem er svo illa undirbúin og hefja samtal, skoða hvort breytinga sé þörf á lögunum og hvaða útfærslur geti náðst sátt um. Og ekki henda okkar minnstu bræðrum og systrum út á götu á meðan. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar