Ronaldo trylltist eftir sigurleik Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 09:30 Cristiano Ronaldo í leik með Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-2 sigur Al-Nassr á Shabab Al-Ahli Dubai í gærkvöldi. Sigur sem tryggði Al-Nassr sæti í Meistaradeild Asíu. Reiði leikmannsins eftir leik liðanna beindist að dómarateymi leiksins en Ronaldo vildi fá dæmda hendi undir lok leiks þegar að vel heppnuð hjólhestaspyrna hans hafði viðkomu í leikmanni Shabab Al-Ahli Dubai en dómari leiksins ákvað ekkert að aðhafast. Af myndskeiðum af dæma má segja að Ronaldo hafi haft eitthvað til síns máls er hann vildi fá dæmda hendi, þá höfðu ýmsar ákvarðanir dómara ekki fallið með liðsmönnum Al-Nassr í leiknum fram að þessu atviki: Cristiano Ronaldo was about to score the greatest Goal in Asian history but the defender was using his arm to defend. Ofcourse no Penalty for him since his name is not Messi pic.twitter.com/Jc9EXo03e4— Albi (@albiFCB7) August 22, 2023 Reiðin var ekki runnin af Ronaldo þegar að flautað var til leiksloka, hann lét nokkur vel valin orð falla í áttina að dómara leiksins og á leið sinni til búningsherbergja ýtti hann við einstaklingi utan vallar sem stóð í vegi fyrir honum. Cristiano Ronaldo absolutely fuming at the refs and rightly so. Hadn't seen such disgraceful refereeing since the world cup.pic.twitter.com/b1ozgslXuh— Preeti (@MadridPreeti) August 22, 2023 Mögnuð endurkoma Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Yahya Alghassani jafnaði metin fyri Al-Ahli sjö mínútum síðar og sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alghassani skoraði svo annað mark sitt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og kom Al-Ahli í forystu. Þrátt fyrir að skapa sér nóg af færum gekk illa fyrir leikmenn Al-Nassr að koma boltanum í netið og lengi vel leit út fyrir að liðið væri að falla úr leik. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að liðinu tókst loksins að jafna metin þegar Sultan Al Ghannam skoraði annað mark liðsins. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma áður en Marcelo Brozovic gulltryggði sigurinn tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Al-Nassr er því á leið í Meistaradeild Asíu á kostnað Shabab Al-Ahli Dubai sem situr eftir með sárt ennið. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Reiði leikmannsins eftir leik liðanna beindist að dómarateymi leiksins en Ronaldo vildi fá dæmda hendi undir lok leiks þegar að vel heppnuð hjólhestaspyrna hans hafði viðkomu í leikmanni Shabab Al-Ahli Dubai en dómari leiksins ákvað ekkert að aðhafast. Af myndskeiðum af dæma má segja að Ronaldo hafi haft eitthvað til síns máls er hann vildi fá dæmda hendi, þá höfðu ýmsar ákvarðanir dómara ekki fallið með liðsmönnum Al-Nassr í leiknum fram að þessu atviki: Cristiano Ronaldo was about to score the greatest Goal in Asian history but the defender was using his arm to defend. Ofcourse no Penalty for him since his name is not Messi pic.twitter.com/Jc9EXo03e4— Albi (@albiFCB7) August 22, 2023 Reiðin var ekki runnin af Ronaldo þegar að flautað var til leiksloka, hann lét nokkur vel valin orð falla í áttina að dómara leiksins og á leið sinni til búningsherbergja ýtti hann við einstaklingi utan vallar sem stóð í vegi fyrir honum. Cristiano Ronaldo absolutely fuming at the refs and rightly so. Hadn't seen such disgraceful refereeing since the world cup.pic.twitter.com/b1ozgslXuh— Preeti (@MadridPreeti) August 22, 2023 Mögnuð endurkoma Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Yahya Alghassani jafnaði metin fyri Al-Ahli sjö mínútum síðar og sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alghassani skoraði svo annað mark sitt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og kom Al-Ahli í forystu. Þrátt fyrir að skapa sér nóg af færum gekk illa fyrir leikmenn Al-Nassr að koma boltanum í netið og lengi vel leit út fyrir að liðið væri að falla úr leik. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að liðinu tókst loksins að jafna metin þegar Sultan Al Ghannam skoraði annað mark liðsins. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma áður en Marcelo Brozovic gulltryggði sigurinn tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Al-Nassr er því á leið í Meistaradeild Asíu á kostnað Shabab Al-Ahli Dubai sem situr eftir með sárt ennið.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira