Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008

Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá.