Viðskipti innlent

Barbara Inga nýr for­stöðu­maður hjá Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Barbara Inga Albertsdóttir.
Barbara Inga Albertsdóttir. Íslandsbanki

Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður yfir Stjórnun umbreytinga hjá Íslandsbanka. Um er ræða nýja stöðu sem heyrir undir bankastjóra.

Í tilkynningu kemur fram að meginverkefni Barbörnu muni snúa að innleiðingu og ábyrgð fyrstu varnarlínu á breytingum á regluverki, skipulagi og stjórnarháttum í starfsemi bankans.

„Barbara hefur víðtæka alþjóðlega reynslu á fjármálamarkaði en hún hefur starfað fyrir fjármálafyrirtækin Deutsche Bank og Wells Fargo en þar á undan fyrir bæði breska fjármálaeftirlitið (FCA) sem og það íslenska (FME). Hún er með BA og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M í „International Financial Law“ frá King's College London.

Barbara kemur til starfa hjá Íslandsbanka frá Deutsche Bank þar sem hún hefur starfað undanfarin ár sem „Global Head of Regulatory Change“. Þar leiddi hún alþjóðlegt teymi stjórnenda og sérfræðinga og bar ábyrgð á meðferð allra laga- og reglubreytinga sem mögulega kunna að hafa áhrif á viðskipta- og/eða stoðsvið bankans á heimsvísu. Þar var sérstök áhersla lögð á að greina tækifæri og áskoranir sem breytingarnar höfðu á starfsemina og aðlaga starfsemi bankans að breyttu regluverki,“ segir í tilkynningu frá bankanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×