Sjeik Jassim vill ennþá kaupa en óttast að Glazer-fjölskyldan hætti við að selja Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:00 Stuðningsmenn Manchester United hafa margoft mótmælt eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. Gangi salan á því ekki í gegn má búast við mikilli óánægju. Vísir/Getty Salan á Manchester United hefur gengið hægar en stuðningsmenn liðsins höfðu vonast. Tilboð Sjeik Jassim er enn á borðinu en hann óttast að Glazer-fjölskyldan sé efins um hvort rétt sé að selja. Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol. Katar Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol.
Katar Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira