Innlent

Albert sagður neita sök

Samúel Karl Ólason skrifar
Albert spilar ekki fyrir landsliðið á meðan rannsókn fer fram.
Albert spilar ekki fyrir landsliðið á meðan rannsókn fer fram. Vísir/Vilhelm

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Þetta kemur fram á vef genóíska héraðsmiðilsins Il Secolo XIX.

Í frétt Il Secolo segir að forsvarsmenn liðsins hafi spurt Albert út í kæruna í dag og kemur fram að Albert hafi sagt ásakanirnar innihaldslausar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að sambandið hafi fengið staðfest frá lögmanni kærandans í morgun að kæran á hendur landsliðsmanni hafi verið lögð fram. Málið er á borði lögreglu og mun Albert ekki spila fyrir landsliðið á meðan rannsókn fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×