Laporte kveður City en Matheus Nunes gæti verið á leiðinni til meistaranna Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 23:01 Nunes mótmælir rauða spjaldinu sem hann fékk í tapi Wolves gegn Brighton um helgina. Vísir/Getty Varnarmaðurinn Aymeric Laporte kvaddi í dag stuðningsmenn Manchester City í færslu á samfélagsmiðlum. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að City hefði lagt fram tilboð í leikmann Wolves. Aymeric Laporte hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Pep Guardiola síðustu misserin. Í dag skrifaði hann færslu á samfélagsmiðla þar sem hann kvaddi félagið og stuðningsmenn þess. Fréttir herma að hann hafi samið við Al-Nassr í Sádi Arabíu. „Í dag langar mig að deila með ykkur sögu,“ sagði í yfirlýsingu Laporte en í kjölfarið birtist myndband sem sýndi hápunkta ferils hans hjá City. „Þetta er okkar saga. Takk fyrir og ég sé ykkur fljótlega. Þetta hafa verið fimm og hálft ógleymanleg ár.“ Þetta er ekki það eina sem er um að vera á skrifstofunni hjá City. Félagið er nálægt því að ganga frá kaupunum á Jeremy Doku frá franska liðinu Rennes en búist er að tilkynnt verði formlega um komu belgíska landsliðsmannsins á morgun. Í kvöld greindi síðan Fabrizio Romano frá því að City hafi lagt fram fyrsta tilboð sitt í Matheus Nunes sem leikur með Wolves. Nunes er 24 ára landsliðsmaður Portúgal og kom til Wolves fyrir síðasta tímabil frá Sporting frá Lissabon. Understand Manchester City have now submitted initial bid to Wolverhampton for Matheus Nunes #MCFCTold proposal is in excess of 50m fee with add-ons discussed in the package.Nunes has already accepted City as destination, personal terms agreed. pic.twitter.com/i010hDkWUh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2023 Romano segir að tilboð City hljóði upp á 50 milljónir evra og að Nunes sé nú þegar búinn að ná samkomulagi um kaup og kjör við félagið. Því virðist aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá kaupunum. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Aymeric Laporte hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Pep Guardiola síðustu misserin. Í dag skrifaði hann færslu á samfélagsmiðla þar sem hann kvaddi félagið og stuðningsmenn þess. Fréttir herma að hann hafi samið við Al-Nassr í Sádi Arabíu. „Í dag langar mig að deila með ykkur sögu,“ sagði í yfirlýsingu Laporte en í kjölfarið birtist myndband sem sýndi hápunkta ferils hans hjá City. „Þetta er okkar saga. Takk fyrir og ég sé ykkur fljótlega. Þetta hafa verið fimm og hálft ógleymanleg ár.“ Þetta er ekki það eina sem er um að vera á skrifstofunni hjá City. Félagið er nálægt því að ganga frá kaupunum á Jeremy Doku frá franska liðinu Rennes en búist er að tilkynnt verði formlega um komu belgíska landsliðsmannsins á morgun. Í kvöld greindi síðan Fabrizio Romano frá því að City hafi lagt fram fyrsta tilboð sitt í Matheus Nunes sem leikur með Wolves. Nunes er 24 ára landsliðsmaður Portúgal og kom til Wolves fyrir síðasta tímabil frá Sporting frá Lissabon. Understand Manchester City have now submitted initial bid to Wolverhampton for Matheus Nunes #MCFCTold proposal is in excess of 50m fee with add-ons discussed in the package.Nunes has already accepted City as destination, personal terms agreed. pic.twitter.com/i010hDkWUh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2023 Romano segir að tilboð City hljóði upp á 50 milljónir evra og að Nunes sé nú þegar búinn að ná samkomulagi um kaup og kjör við félagið. Því virðist aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá kaupunum.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira