Deilt um gagnsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 22:33 Úkraínskir hermenn á ferðinni nærri víglínunni í Lúhanskhéraði í austurhluta Úkraínu. Getty/Jose Colon Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal þar sem segir ósættið snúist um hvernig mögulegt sé að brjóta varnir Rússa á bak aftur fyrir veturinn. Úkraínumenn hafa í sumar sótt fram í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Í upphafi sumars reyndu þeir að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa með fylkingum bryn- og skriðdreka en umfangsmikil jarðsprengjusvæði Rússa komu meðal annars í veg fyrir það. Þá sneru Úkraínumenn sér aftur að því að reyna að draga hægt og rólega úr mætti Rússa með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á gerðar á birgðastöðvar Rússa, vopnageymslur og stjórnstöðvar, samhliða því að þrýsta á þá á víglínunum. Vilja leggja áherslu á suðrið Sagt var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hafi þrýst á forsvarsmenn úkraínska hersins og hvatt þá til að einbeita sér að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu. Þeir hafa lagt til við Úkraínumenn að þeir safni liði í suðri og reyni að sækja fram að Ásóvhafi og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, Tony Radakin, formaður herforingjaráðs Bretlands, og Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, funduðu fyrr í mánuðinum með Salúsjní og ráðlögðu honum að einbeita sér að einni víglínu í stað nokkurra. Salúsjní var sagður hafa verið sammála að það væri rétta leiðin. Sagði Bandaríkjamenn ekki skilja átökin Heimildarmenn Wall Street Journal segja þó að Salúsjní hafi deilt við Bandaríkjamenn og sagt að þeir skildu ekki eðli átakanna sem væru að eiga sér stað í Úkraínu. Líkti hann átökunum við Kursk, stærðarinnar orrustu úr seinni heimsstyrjöldinni milli Þjóðverja og Sovétmanna. Bandaríkjamenn hafa reynt að þjálfa úkraínska hermenn í því að nota vestræn vopn til þess að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og komast á bakvið víglínuna. Þannig væri hægt að koma rússneskum hersveitum á hreyfingu í svokölluðum hreyfanlegum hernaði svo þeir misstu skipulag og baráttuvilja. Það hefur þó ekki gengið eftir og eru Úkraínumenn þess í stað sagðir hafa beitt hermönnum sínum af nokkrum jöfnuði á nokkrum stöðum í suðurhluta Úkraínu og í austurhluta landsins. Mestum árangri hafa Úkraínumenn náð við Robotyne í Saporisjíahéraði. Rússar hafa einnig sótt fram nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir mögulegt að þar séu Úkraínumenn komnir í gegnum mestan hluta jarðsprengjusvæða Rússa. "#Ukraine s offensive push is far from over. In fact, it is still in the early stages just 10 weeks into what is likely to last at least four more months." https://t.co/SgKY6cRnFv https://t.co/4uG8WjVNxC pic.twitter.com/rzcKRYIfxR— ISW (@TheStudyofWar) August 24, 2023 Rob Lee, sem starfar hjá hugveitunni Foreign Policy Research Institute og sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir Úkraínumenn hafa valdið miklu mannfalli á hersveitum Rússa í suðri. Rússneskir herforingjar hafi þó sent liðsauka á svæðið og telur hann að ef það hefði ekki verið gert, væru Úkraínumenn búnir að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru búnir að beita hluta af varaliði sínu í suðurhluta Úkraínu. Lee segir þó mikla óvissu um stöðuna og þar á meðal um gæði rússneskra hersveita sem hafa tekið við vörnunum. Ukraine began committing elements of its reserves a couple of weeks ago in the Robotyne area. That means Russia can now too, including from Kreminna and other parts of the front. 3/https://t.co/rldPfw7XLahttps://t.co/8DD0ImnV79https://t.co/9Anmsbd4gZhttps://t.co/GbaqhS8IRB pic.twitter.com/j8ZFGIb2Th— Rob Lee (@RALee85) August 24, 2023 Í grein WSJ segir að innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna séu mismunandi sjónarmið um stöðu stríðsins í Úkraínu og að mest gremja Bandaríkjamanna sé vegna þess hvað Úkraínumenn hafa varið miklu púðri í átökin við Bakhmut. Bæði þegar þeir reyndu að halda borginni í vetur og að þeir hafi haldið töluverðum herafla á svæðinu í sumar. Borgin hefur verið lögð í rúst og vestur af henni eru hæðir sem mun auðveldara væri að halda en borginni sjálfri. Hafa ekki getað byggt upp eins varnir í austri Vert er að benda þó á að Rússar hafa ekki haft sambærilegan tíma við Bakhmut og í suðri til að byggja upp varnir, grafa skotgrafir og koma fyrir jarðsprengjum. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn birtu í dag. Það er sagt sýna árás úkraínskra hermanna á skotgröf Rússa nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Myndbandið sýnir úkraínskum skriðdrekum ekið að trjálínu og er dróni notaður til að finna rússneska hermenn og varpa reyksprengju. Áhafnir skriðdrekanna byrja þá að skjóta á Rússa. Þegar tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandi má sjá eldflaug skotið á loft frá Úkraínumönnum, þarna virðist vera um að ræða eldflaug sem dregur sprengiborða. Sá borði fellur svo til jarðar og er sprengdur en þannig á að myndast op í gegnum mögulegt jarðsprengjusvæði fyrir úkraínska hermenn sem sækja svo fram að skotgröfinni. Lengri útgáfa af myndbandinu sýnir hvernig Úkraínumenn notuðu dróna til að varpa sprengjum á rússneska hermenn í skotgröfunum og hvernig Úkraínumenn náðu tökum á svæðinu eftir skotbardaga í miklu návígi. Bandaríkjamenn og aðrir bakhjarlar Úkraínumanna hafa þjálfað rúmlega sjötíu þúsund úkraínska hermenn. Einn mikilvægasti liður þeirrar þjálfunar var þjálfun um átta þúsund hermanna í Þýskalandi. Þeir voru sérstaklega þjálfaðir í notkun vestrænna vopna og hreyfanlegum hernaði en í einungis þrjá mánuði. Verið er að þjálfa nokkrar hersveitir til viðbótar og þar á meðal er ein sveit sem búin er 31 Abrams skriðdreka frá Bandaríkjunum. Þeir hermenn eiga að vera sendir aftur til Úkraínu í haust og þá með bryndrekum sem hannaðir eru til að opna leiðir í gegnum jarðsprengjusvæði. Nokkrir viðmælendur WSJ segja að gagnrýni embættismanna í Bandaríkjunum eigi ekki rétt á sér. Einn þeirra er Philip Breedlove, fyrrverandi herforingi í flugher Bandaríkjanna sem leiddi hersveitir Atlantshafsbandalagsins frá 2013 til 2016. „Þegar Bandaríkjamenn berjast, gera þeir það með yfirburði í lofti,“ sagði hann. „Úkraínumenn geta það ekki. Þá höfum við ekki útvegað Úkraínumönnum nákvæm og langdræg stórskotaliðsvopn.“ Breedlove sagði að þeir sem væru að gagnrýna Úkraínumenn fyrir að misheppnast í hreyfanlegum hernaði ættu að líta í spegil. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats. Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/DxCbTD7HBY— ISW (@TheStudyofWar) August 24, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18. ágúst 2023 08:58 Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás. 9. ágúst 2023 07:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal þar sem segir ósættið snúist um hvernig mögulegt sé að brjóta varnir Rússa á bak aftur fyrir veturinn. Úkraínumenn hafa í sumar sótt fram í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Í upphafi sumars reyndu þeir að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa með fylkingum bryn- og skriðdreka en umfangsmikil jarðsprengjusvæði Rússa komu meðal annars í veg fyrir það. Þá sneru Úkraínumenn sér aftur að því að reyna að draga hægt og rólega úr mætti Rússa með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á gerðar á birgðastöðvar Rússa, vopnageymslur og stjórnstöðvar, samhliða því að þrýsta á þá á víglínunum. Vilja leggja áherslu á suðrið Sagt var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hafi þrýst á forsvarsmenn úkraínska hersins og hvatt þá til að einbeita sér að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu. Þeir hafa lagt til við Úkraínumenn að þeir safni liði í suðri og reyni að sækja fram að Ásóvhafi og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, Tony Radakin, formaður herforingjaráðs Bretlands, og Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, funduðu fyrr í mánuðinum með Salúsjní og ráðlögðu honum að einbeita sér að einni víglínu í stað nokkurra. Salúsjní var sagður hafa verið sammála að það væri rétta leiðin. Sagði Bandaríkjamenn ekki skilja átökin Heimildarmenn Wall Street Journal segja þó að Salúsjní hafi deilt við Bandaríkjamenn og sagt að þeir skildu ekki eðli átakanna sem væru að eiga sér stað í Úkraínu. Líkti hann átökunum við Kursk, stærðarinnar orrustu úr seinni heimsstyrjöldinni milli Þjóðverja og Sovétmanna. Bandaríkjamenn hafa reynt að þjálfa úkraínska hermenn í því að nota vestræn vopn til þess að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og komast á bakvið víglínuna. Þannig væri hægt að koma rússneskum hersveitum á hreyfingu í svokölluðum hreyfanlegum hernaði svo þeir misstu skipulag og baráttuvilja. Það hefur þó ekki gengið eftir og eru Úkraínumenn þess í stað sagðir hafa beitt hermönnum sínum af nokkrum jöfnuði á nokkrum stöðum í suðurhluta Úkraínu og í austurhluta landsins. Mestum árangri hafa Úkraínumenn náð við Robotyne í Saporisjíahéraði. Rússar hafa einnig sótt fram nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir mögulegt að þar séu Úkraínumenn komnir í gegnum mestan hluta jarðsprengjusvæða Rússa. "#Ukraine s offensive push is far from over. In fact, it is still in the early stages just 10 weeks into what is likely to last at least four more months." https://t.co/SgKY6cRnFv https://t.co/4uG8WjVNxC pic.twitter.com/rzcKRYIfxR— ISW (@TheStudyofWar) August 24, 2023 Rob Lee, sem starfar hjá hugveitunni Foreign Policy Research Institute og sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir Úkraínumenn hafa valdið miklu mannfalli á hersveitum Rússa í suðri. Rússneskir herforingjar hafi þó sent liðsauka á svæðið og telur hann að ef það hefði ekki verið gert, væru Úkraínumenn búnir að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru búnir að beita hluta af varaliði sínu í suðurhluta Úkraínu. Lee segir þó mikla óvissu um stöðuna og þar á meðal um gæði rússneskra hersveita sem hafa tekið við vörnunum. Ukraine began committing elements of its reserves a couple of weeks ago in the Robotyne area. That means Russia can now too, including from Kreminna and other parts of the front. 3/https://t.co/rldPfw7XLahttps://t.co/8DD0ImnV79https://t.co/9Anmsbd4gZhttps://t.co/GbaqhS8IRB pic.twitter.com/j8ZFGIb2Th— Rob Lee (@RALee85) August 24, 2023 Í grein WSJ segir að innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna séu mismunandi sjónarmið um stöðu stríðsins í Úkraínu og að mest gremja Bandaríkjamanna sé vegna þess hvað Úkraínumenn hafa varið miklu púðri í átökin við Bakhmut. Bæði þegar þeir reyndu að halda borginni í vetur og að þeir hafi haldið töluverðum herafla á svæðinu í sumar. Borgin hefur verið lögð í rúst og vestur af henni eru hæðir sem mun auðveldara væri að halda en borginni sjálfri. Hafa ekki getað byggt upp eins varnir í austri Vert er að benda þó á að Rússar hafa ekki haft sambærilegan tíma við Bakhmut og í suðri til að byggja upp varnir, grafa skotgrafir og koma fyrir jarðsprengjum. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn birtu í dag. Það er sagt sýna árás úkraínskra hermanna á skotgröf Rússa nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Myndbandið sýnir úkraínskum skriðdrekum ekið að trjálínu og er dróni notaður til að finna rússneska hermenn og varpa reyksprengju. Áhafnir skriðdrekanna byrja þá að skjóta á Rússa. Þegar tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandi má sjá eldflaug skotið á loft frá Úkraínumönnum, þarna virðist vera um að ræða eldflaug sem dregur sprengiborða. Sá borði fellur svo til jarðar og er sprengdur en þannig á að myndast op í gegnum mögulegt jarðsprengjusvæði fyrir úkraínska hermenn sem sækja svo fram að skotgröfinni. Lengri útgáfa af myndbandinu sýnir hvernig Úkraínumenn notuðu dróna til að varpa sprengjum á rússneska hermenn í skotgröfunum og hvernig Úkraínumenn náðu tökum á svæðinu eftir skotbardaga í miklu návígi. Bandaríkjamenn og aðrir bakhjarlar Úkraínumanna hafa þjálfað rúmlega sjötíu þúsund úkraínska hermenn. Einn mikilvægasti liður þeirrar þjálfunar var þjálfun um átta þúsund hermanna í Þýskalandi. Þeir voru sérstaklega þjálfaðir í notkun vestrænna vopna og hreyfanlegum hernaði en í einungis þrjá mánuði. Verið er að þjálfa nokkrar hersveitir til viðbótar og þar á meðal er ein sveit sem búin er 31 Abrams skriðdreka frá Bandaríkjunum. Þeir hermenn eiga að vera sendir aftur til Úkraínu í haust og þá með bryndrekum sem hannaðir eru til að opna leiðir í gegnum jarðsprengjusvæði. Nokkrir viðmælendur WSJ segja að gagnrýni embættismanna í Bandaríkjunum eigi ekki rétt á sér. Einn þeirra er Philip Breedlove, fyrrverandi herforingi í flugher Bandaríkjanna sem leiddi hersveitir Atlantshafsbandalagsins frá 2013 til 2016. „Þegar Bandaríkjamenn berjast, gera þeir það með yfirburði í lofti,“ sagði hann. „Úkraínumenn geta það ekki. Þá höfum við ekki útvegað Úkraínumönnum nákvæm og langdræg stórskotaliðsvopn.“ Breedlove sagði að þeir sem væru að gagnrýna Úkraínumenn fyrir að misheppnast í hreyfanlegum hernaði ættu að líta í spegil. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats. Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/DxCbTD7HBY— ISW (@TheStudyofWar) August 24, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01 Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18. ágúst 2023 08:58 Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás. 9. ágúst 2023 07:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Rússar sagðir hafa ráðist á korngeymslur við Dóná Rússar réðust á korngeymslur og aðra innviði við Dóná í Úkraínu í nótt. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum kviknaði eldur í að minnsta kosti einni byggingu. 23. ágúst 2023 07:01
Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18. ágúst 2023 08:58
Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás. 9. ágúst 2023 07:26