Kanada vann leikinn 95-65 eftir að hafa verið fjórum stigum undir eftir fyrsta leikhlutann, 14-18. Kanada gekk frá leiknum í þriðja leikhlutanum sem liðið vann með sautján stiga mun, 25-8.
Þessi úrslit hljóta að vera mikil áfall fyrir Frakka en ungstirnið Victor Wembanyama, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar, tók ekki þátt í heimsmeistaramótinu.
Í liði Kanadamanna eru margir ungir og mjög spennandi leikmenn sem hafa verið að stimpla sig inn í NBA-deildina og þeir sýndi Frökkum enga miskunn í dag.
Fremstur fór Shai Gilgeous-Alexander sem spilar með Oklahoma City Thunder. Shai var með 27 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum leik en hann þurfti bara að spila 27 mínútur í leiknum.
Fyrirliðinn og reynsluboltinn Kelly Olynik var með 18 stig á aðeins 23 mínútum og þeir Dillon Brooks og Nickeil Alexander-Walker voru með 12 stig hvor.
Hjá Frökkum var Evan Fournier atkvæðamestur með 21 stig en Rudy Gobert náði aðeins að skora 8 stig á 27 mínútum í leiknum.
Kanada var bara í 21. sæti á síðasta HM árið 2019 en Frakkar urðu þá í þriðja sætið og unnu auk þess silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti í fyrra.
Caption this.
— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) August 25, 2023
Canada beats France by 30 points. #FIBAWC x #WinForCanada