Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 23:02 Íbúar í nágrenninu standa saman í hring og biðja fyrir fórnarlömbum árásarinnar. AP/John Raoux Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Donna Deegan, bæjarstjóri Jacksonville, greindi frá árásinni, sem átti sér stað inni í verslun Dollar General í bænum, í viðtali við fréttastofu WJXT. „Ein skotárás er of mikið en það er virkilega erfitt að takast á við þessar fjöldaskotárásir,“ sagði Deegan í viðtali. Ju'Coby Pittman, borgarstjórnarmeðlimur í Jacksonville, sagði við WJXT að skotmaðurinn væri dáinn en gat ekki gefið frekari upplýsingar. Borgaryfirvöld hafa greint frá því að blaðamannafundur hennar og sýslumanns verði haldinn á næstunni til að greina frá frekari upplýsingum um málið. Lögregluþjónar í Jacksonville girða af svæðið í grinum Dollar General-verslunina þar sem skotárásin átti sér stað.AP/John Raoux Grunsamlegur maður við bókasafnið Fjöldi lögregluþjóna er á svæðinu í nágrenni við Edward Waters háskóla (EWU) en að sögn sjónarvotta sást til grunsamlegs manns við skólann í kringum 12:45 að staðartíma. Maðurinn á að hafa farið bak við bókasafn skólans þar sem hann setti á sig skothelt vesti. Öryggisverðir skólans reyndu að hafa upp á manninum en tókst það ekki. Hann hafi síðan farið í verslunina. Heimildarmenn WJXT herma að foreldrar skotmannsins hafi tilkynnt sýslumanni Clay-sýslu um áætlanir hans eftir að þau fundu stefnuyfirlýsingu hans. Skólastjórnendur EWU hafa sagt nemendum skólans að halda sig inni í herbergjum sínum á meðan verið er að tryggja svæðið. Enginn tengdur skólanum hafi verið viðriðinn árásina, hvorki nemendur né starfsmenn. EWU CAMPUS SAFETY ALERT Stay Informed. Sign-up for Tiger Alerts at: https://t.co/qwxNPDu5II pic.twitter.com/OTgB29UaNA— Edward Waters University (@ewctigers) August 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira