Þrefaldur gullverðlaunahafi gerir grín að heimsmeistaratali Bandaríkjamanna Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 08:00 Noah Lyles var hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi. Vísir/Getty Noah Lyles hefur komið, séð og sigrað á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest þessa dagana. Hann hefur unnið þrenn gullverðlaun en er ekki hrifinn af hvernig talað er um bandaríska meistara í heimalandinu. Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira