Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 13:39 Þrátt fyrir að ákæra Trump í Georgíu sé hans fjórða er hún sú fyrsta þar sem tekin hefur verið svokölluð fangamynd af honum. AP Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02
Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47