Stærsta félagaskiptasaga sumarsins var án efa um Harry Kane. Lengi vel var hann orðaður við Bayern Munchen sem gekk loks frá kaupunum rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins.
Kane skoraði í fyrsta deildarleik Bayern og bætti við mörkum í dag. Felix Uduokhai kom Bayern í forystu þegar hann skoraði sjálfmark á 32. mínútu og Kane kom Bayern í 2-0 á 40. mínútu þegar hann skoraði af vítapunktinum.
Kane skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Bayern á 69. mínútu eftir sendingu Alphonso Davies. Augsburg minnkað muninn undir lokin með marki Dion Drena Beljo. Lokatölur 3-1 og öruggur sigur Bayern staðreynd.
Harry Kane fer því heldur betur vel af stað í þýska boltanum og er búinn að skora þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum.