„Ég sagði við hann eftir leikinn að hann yrði á miðjunni í næsta leik“ Kári Mímisson skrifar 27. ágúst 2023 20:32 Rúnar Kristinsson Vísir / Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur liðsins gegn Fylki í dag. KR-ingar spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og höfðu öll tök á leiknum en Aron Snær Friðriksson, markvörður liðsins fékk beint rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks þegar hann handlék boltann fyrir utan teig sem breytti leiknum. „Mikil gleði og ánægja með að við höfum náð að sigla þessu í höfn. Í stöðunni 1-0 finnst mér við hafa fín tök á leiknum og svo missum við Aron út af mjög snemma í síðari hálfleiknum og þurfum að gera einhverjar breytingar, reyna að verjast og prófa að ná fram einni og einni skyndisókn sem heppnaðist ágætlega hjá okkur. Við skoruðum svo annað markið og komum okkur þá í þægilega stöðu. Ég er ofboðslega ánægður með karakterinn í liðnu og mjög ánægður með liðið í heild,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. Fylkismenn stýrðu leiknum að mestu eftir að liðið varð einum manni fleiri. Rúnar segist hafa að mestu verið rólegur í seinni hálfleiknum þó svo að stress hafi vissulega komið upp nokkrum sinnum. „Þeir eru með Ólaf Karl Finsen frammi sem er stór. Pétur Bjarnason kom fljótlega inn á sem er stór og mikill markaskorari. Ég var alveg rólegur í stöðunni 1-0 lengi vel en síðustu 10-15 mínúturnar þegar við fórum í fimm manna vörn þá þótti mér varnarfærslurnar okkar ekki nægjanlega góðar í öftustu línu og það stressaði mig aðeins. Ég var að reyna að koma skilaboðum inn á með öskrum og látum sem gekk svo sem ágætlega.“ „Það var gott að fá mark númer tvö sem róaði taugar allra þar til það var bætt við átta mínútum sem að ég skildi ekkert í þar til ég fékk útskýringar frá fjórða dómara leiksins og aðstoðarmönnum hans. Eitt mark og einhverjar mínútur eftir er alltaf stress en sem betur fer náðum við að halda þetta út og unnum góðan 2-0 sigur.“ Tímabilið líklega búið hjá Kristjáni Flóka Kristján Flóki Finnbogason þurfti að fara af velli eftir rúmlega 20. mínútur í dag. Veistu eitthvað hver staðan á honum er? „Hann fær einhvern smell framan á lærið. Það eru sennilega ekki miklar líkur á að hann nái sér af þessu fyrr en einhvern tímann í vetur og tímabilið sennilega á enda hjá honum því miður.“ Spurður út í rauða spjaldið er svar Rúnars skýrt og telur hann að dómarar leiksins hafi verið með þetta atvik alveg rétt. „Þeir eru með þetta alveg á hreinu. Aðstoðardómarinn er á góðum stað og ef markmaðurinn tekur boltann með höndum fyrir utan sem að hann metur þá er þetta bara rautt spjald og hárrétt hjá þeim. Við getum ekki kvartað mikið yfir því.“ Kristinn Jónsson var frábær í leiknum í dag. Hann skoraði fyrra mark leiksins beint úr aukaspyrnu og lagði svo það seinna upp þegar honum tókst að þræða Sigurð Bjart í gegnum vörn Fylkis. Þessi vinstri bakvörður var farinn að spila á miðri miðjunni á tímabili í dag og leysti það mjög vel. En hver var pælingin með að setja Kristinn á miðjuna? „Við vildum bara fá frískar lappir inn á og áttum bara eitt leikstopp eftir, búnir með tvö. Við reyndum að finna réttan tímapunkt til að fá þrjá leikmenn inn á með ferskar lappir. Aron Kristófer er að koma upp úr meiðslum og hefur verið að æfa ofboðslega vel að undanförnu og ágætt að setja hann í bakvörðinn, hann getur hlaupið upp og niður allan kantinn. Við ákváðum svo að færa Kristinn inn á miðjuna, fara í fimm manna vörn og spila 5-3-1. Við leystum þetta mjög vel og Kristinn er náttúrulega frábær í fótbolta, skorar gott mark og leggur upp seinna markið. Ég sagði við hann eftir leikinn að hann yrði á miðjunni í næsta leik.“ „Við gefum honum karamellu á morgun“ Luke Rae kom inn fyrir Kristján Flóka í dag en Rúnar tók hann svo aftur út af þegar um 20 mínútur voru eftir. Rúnar segir það vera erfitt að þurfa að gera leikmönnum þetta en hann þurfti að hugsa um hag liðsins. „Það er mjög erfitt og ekki í fyrsta skiptið sem ég þarf reyndar að gera þetta. Þetta er bara liður í því að ná í úrslit og því miður þá verður brottreksturinn til þess að við þurfum að taka einhvern leikmann út af. Við byrjuðum á því að taka Stefán Árna út af og svo þegar við förum í taktískar breytingar þá vildi ég fara í þetta kerfi og því miður þá passaði Luke ekki alveg inn í það og þess vegna tók ég hann út af. Við ræðum við hann núna og útskýrum fyrir honum að fyrir hag liðsins og félagsins þá töldum við þjálfararnir það best að stilla liðinu upp á þann máta sem að við gerðum og hann þurfti því að líða fyrir það karlgreyið en við gefum honum karamellu á morgun.“ KR byrjaði leikinn með Lúkas Magna Magnason og Jakob Franz Pálsson í hjarta varnarinnar en Jakob er fæddur árið 2003 og Lúkas árið 2005. Rúnar er mjög ánægður með ungu strákana í vörninni og segir að KR hafi tekist að búa til fullt af leikmönnum framtíðarinnar á þessu tímabili. „Lúkas er búinn að vera frábær eftir að hann kom til okkar. Hann hefur komið inn á í nokkrum leikjum og byrjað einhverja. Hann kom inn á gegn Stjörnunni í síðasta leik og mér fannst hann vera okkar besti leikmaður í þeim leik. Við vorum ekkert sérstakir í þeim leik en hann var frábær fannst mér og við tókum sénsinn að láta hann byrja í dag. Finnur Tómas er búinn að vera meiddur og við nýttum það í að gefa honum lengri tíma í að jafna sig 100 prósent og tókum smá séns með Lúkas sem skilaði frábæru hlutverki eins og Jakob er búinn að gera hjá okkur í allt sumar. Við erum búnir á þessu tímabili að búa til fullt af flottum strákum sem að eiga framtíðina fyrir sér.“ Það hefur verið orðrómur í gangi að Rúnar ætli að hætta með liðið að loknu þessu tímabili og muni taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá KR, starf sem Rúnar var í áður en hann tók fyrst við KR árið 2010. En hvað segir Rúnar um þennan orðróm? „Nei, ég hef bara ekkert heyrt um þetta og enginn talað við mig um það. Við látum bara tímann líða og sjáum svo hvað gerist.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Fylkir Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
„Mikil gleði og ánægja með að við höfum náð að sigla þessu í höfn. Í stöðunni 1-0 finnst mér við hafa fín tök á leiknum og svo missum við Aron út af mjög snemma í síðari hálfleiknum og þurfum að gera einhverjar breytingar, reyna að verjast og prófa að ná fram einni og einni skyndisókn sem heppnaðist ágætlega hjá okkur. Við skoruðum svo annað markið og komum okkur þá í þægilega stöðu. Ég er ofboðslega ánægður með karakterinn í liðnu og mjög ánægður með liðið í heild,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. Fylkismenn stýrðu leiknum að mestu eftir að liðið varð einum manni fleiri. Rúnar segist hafa að mestu verið rólegur í seinni hálfleiknum þó svo að stress hafi vissulega komið upp nokkrum sinnum. „Þeir eru með Ólaf Karl Finsen frammi sem er stór. Pétur Bjarnason kom fljótlega inn á sem er stór og mikill markaskorari. Ég var alveg rólegur í stöðunni 1-0 lengi vel en síðustu 10-15 mínúturnar þegar við fórum í fimm manna vörn þá þótti mér varnarfærslurnar okkar ekki nægjanlega góðar í öftustu línu og það stressaði mig aðeins. Ég var að reyna að koma skilaboðum inn á með öskrum og látum sem gekk svo sem ágætlega.“ „Það var gott að fá mark númer tvö sem róaði taugar allra þar til það var bætt við átta mínútum sem að ég skildi ekkert í þar til ég fékk útskýringar frá fjórða dómara leiksins og aðstoðarmönnum hans. Eitt mark og einhverjar mínútur eftir er alltaf stress en sem betur fer náðum við að halda þetta út og unnum góðan 2-0 sigur.“ Tímabilið líklega búið hjá Kristjáni Flóka Kristján Flóki Finnbogason þurfti að fara af velli eftir rúmlega 20. mínútur í dag. Veistu eitthvað hver staðan á honum er? „Hann fær einhvern smell framan á lærið. Það eru sennilega ekki miklar líkur á að hann nái sér af þessu fyrr en einhvern tímann í vetur og tímabilið sennilega á enda hjá honum því miður.“ Spurður út í rauða spjaldið er svar Rúnars skýrt og telur hann að dómarar leiksins hafi verið með þetta atvik alveg rétt. „Þeir eru með þetta alveg á hreinu. Aðstoðardómarinn er á góðum stað og ef markmaðurinn tekur boltann með höndum fyrir utan sem að hann metur þá er þetta bara rautt spjald og hárrétt hjá þeim. Við getum ekki kvartað mikið yfir því.“ Kristinn Jónsson var frábær í leiknum í dag. Hann skoraði fyrra mark leiksins beint úr aukaspyrnu og lagði svo það seinna upp þegar honum tókst að þræða Sigurð Bjart í gegnum vörn Fylkis. Þessi vinstri bakvörður var farinn að spila á miðri miðjunni á tímabili í dag og leysti það mjög vel. En hver var pælingin með að setja Kristinn á miðjuna? „Við vildum bara fá frískar lappir inn á og áttum bara eitt leikstopp eftir, búnir með tvö. Við reyndum að finna réttan tímapunkt til að fá þrjá leikmenn inn á með ferskar lappir. Aron Kristófer er að koma upp úr meiðslum og hefur verið að æfa ofboðslega vel að undanförnu og ágætt að setja hann í bakvörðinn, hann getur hlaupið upp og niður allan kantinn. Við ákváðum svo að færa Kristinn inn á miðjuna, fara í fimm manna vörn og spila 5-3-1. Við leystum þetta mjög vel og Kristinn er náttúrulega frábær í fótbolta, skorar gott mark og leggur upp seinna markið. Ég sagði við hann eftir leikinn að hann yrði á miðjunni í næsta leik.“ „Við gefum honum karamellu á morgun“ Luke Rae kom inn fyrir Kristján Flóka í dag en Rúnar tók hann svo aftur út af þegar um 20 mínútur voru eftir. Rúnar segir það vera erfitt að þurfa að gera leikmönnum þetta en hann þurfti að hugsa um hag liðsins. „Það er mjög erfitt og ekki í fyrsta skiptið sem ég þarf reyndar að gera þetta. Þetta er bara liður í því að ná í úrslit og því miður þá verður brottreksturinn til þess að við þurfum að taka einhvern leikmann út af. Við byrjuðum á því að taka Stefán Árna út af og svo þegar við förum í taktískar breytingar þá vildi ég fara í þetta kerfi og því miður þá passaði Luke ekki alveg inn í það og þess vegna tók ég hann út af. Við ræðum við hann núna og útskýrum fyrir honum að fyrir hag liðsins og félagsins þá töldum við þjálfararnir það best að stilla liðinu upp á þann máta sem að við gerðum og hann þurfti því að líða fyrir það karlgreyið en við gefum honum karamellu á morgun.“ KR byrjaði leikinn með Lúkas Magna Magnason og Jakob Franz Pálsson í hjarta varnarinnar en Jakob er fæddur árið 2003 og Lúkas árið 2005. Rúnar er mjög ánægður með ungu strákana í vörninni og segir að KR hafi tekist að búa til fullt af leikmönnum framtíðarinnar á þessu tímabili. „Lúkas er búinn að vera frábær eftir að hann kom til okkar. Hann hefur komið inn á í nokkrum leikjum og byrjað einhverja. Hann kom inn á gegn Stjörnunni í síðasta leik og mér fannst hann vera okkar besti leikmaður í þeim leik. Við vorum ekkert sérstakir í þeim leik en hann var frábær fannst mér og við tókum sénsinn að láta hann byrja í dag. Finnur Tómas er búinn að vera meiddur og við nýttum það í að gefa honum lengri tíma í að jafna sig 100 prósent og tókum smá séns með Lúkas sem skilaði frábæru hlutverki eins og Jakob er búinn að gera hjá okkur í allt sumar. Við erum búnir á þessu tímabili að búa til fullt af flottum strákum sem að eiga framtíðina fyrir sér.“ Það hefur verið orðrómur í gangi að Rúnar ætli að hætta með liðið að loknu þessu tímabili og muni taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá KR, starf sem Rúnar var í áður en hann tók fyrst við KR árið 2010. En hvað segir Rúnar um þennan orðróm? „Nei, ég hef bara ekkert heyrt um þetta og enginn talað við mig um það. Við látum bara tímann líða og sjáum svo hvað gerist.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Fylkir Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira