Óli Jó sammála Óskari Hrafni: „Einhverjir stælar í þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2023 11:32 Óskar Hrafn Þorvaldsson skillti upp varaliði í leik Víkings og Breiðabliks í gær. vísir/hulda margrét Ólafur Jóhannesson var hrifinn af því útspili Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að tefla fram varaliði í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla í gær. Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira