„Í raun bara óboðlegt hjá okkur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. ágúst 2023 21:46 Arnþór Ari Atlason var ekki sáttur með hvernig HK missti stigin þrjú úr greipum sér. Vísir/Hulda Margrét HK og ÍBV skildu jöfn í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld eftir mikla dramatík undir lok leiks. HK komst 2-0 yfir en undir lokin jöfnuðu Eyjamenn. Arnþór Ari, miðjumaður HK, var mjög svekktur í leikslok. „Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira