Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 23:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. „Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“ Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
„Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira