Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:01 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie segir nýlega samantekt McKinsey sýna að fyrirtæki eru líklega að ofmeta árangur sinn til þess að auka vellíðan starfsfólks. Meira þurfi að horfa til þáttar stjórnenda til að ná árangri og eins þurfi að horfa meira til þess hversu mikið hefur breyst í viðhorfi starfsmanna til vinnustaða. Vísir/Vilhelm Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. „Samkvæmt nýjum rannsóknum eru níu af hverjum tíu fyrirtækjum í heiminum með áætlun um að bæta vellíðan á vinnustaðnum. Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart en mér brá svolítið þegar að ég sá í nýlegri samantekt McKinsey,The State of Organizations 2023 report,að þótt vinnustaðir séu almennt að stefna að aukinni vellíðun starfsfólks, eru þau ekki að ná raunverulegum árangri,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Hvað telur þú að vanti uppá? „Mögulega skýrist þetta að hluta til af því að við erum svo fljót að fara bara í grunnþættina. Þar sem vinnustaðir bjóða upp á ferska ávexti, góðan mat í hádeginu, kaupa flott húsgögn og jafnvel golfhermi í kjallararann eða líkamsræktarkort fyrir alla. Þetta eru allt atriði sem skipta máli og eru góð og gild. En ferskir ávextir og flott húsgögn hafa lítið að segja ef starfsfólkinu líður ekki vel bæði andlega og líkamlega og það er í þeim þáttum sem vinnustaðir eru mögulega að ofmeta árangur sinn.“ Jón segir þó mikilvægt að hafa í huga að breytingar síðustu ára hafa verið hraðar í kjölfar Covid og sjálfvirknivæðingar. Eðlilegt sé að vinnustaðir séu að reyna að feta sig áfram í stjórnun og breytingum því að fyrst og fremst séu þróunin að sýna að breytingin hjá starfsfólkinu sjálfu er svo mikil. Það sem starfsfólk vill í dag Síðastliðin 15 ár hefur Dale Carnegie staðið fyrir alþjóðlegum mælingum á virkni og tilfinningum starfsfólks vinnustaða. Jón segir Ísland hafa verið þáttakandi í þessum mælingum tvisvar á síðastliðnum áratug en eins og fram kemur í McKinsey samantektinni, eru mælingar Dale Carnegie líka að sýna að það eru varanlegar breytingar orðnar á forgangsröðun og gildum starfsfólks. Þannig eru þau atriði að sýna sig í kjölfar heimsfaraldurs og aukinnar sjálfvirknivæðingar að fólk velur og metur vinnustaði meira út frá sínum eigin gildum. Þegar rýnt er í nýjustu rannsókn Dale um virkni má sjá að forgangsröðun starfsfólks hefur breyst og þættirnir hér að neðan vegna nú þyngra en á áður. Þessir þættir eru: Sveigjanleiki Sjálfræði Persónulegar þarfir Jafnvægi heimilis og vinnu „Þegar við veltum fyrir okkur þáttum sem hafa áhrif á virkni starfsfólks er mikilvægt að muna að Covid var heilsukreppa. Margir upplifðu heilsubrest eða horfðu upp á aðra missa heilsu. Þessi reynsla upplifum fólks litar eðlilega myndina. Í grunninn hafa verið þrír drifkraftar sem hafa vegið mest varðandi virkni en þeir eru; samband við næsta yfirmann, trú á yfirstjórn og stefnu félagsins. Nú sjáum við hins vegar tvo þætti til viðbótar banka á dyrnar sem eru; jafnvægi vinnu og einkalífs og vinnuumhverfið,“ segir Jón en bætir við: „Þegar við rýnum svo enn dýpra þurfum við að skoða upplifun starfsfólk á vinnustaðnum og hvaða tilfinningar vega þyngst þegar kemur að virkni eða óvirkni og þar hefur orðið breyting á. Síðustu ár hefur starfsfólk kallað eftir; innblæstri, að það ríki eldmóður á vinnustaðnum, þau séu metin af verðleikum og hafi frelsti til athafna. Í nýjustu rannsókninni sjáum við nú til viðbótar atriði eins; möguleikan á að vaxa og þróast í starfi, krafa um persónulegan vöxt, að það ríki sálfræðilegt öryggi á vinnustaðnum, fjölbreytileika sé fagnað og að vinnuframlag hvers og eins skipti máli í heildarsamhenginu“ Niðurstöður alþjóðlegrar könnunar Dale Carnegie sýna að miklar breytingar hafa orðið hjá starfsfólki, sem nú hugar meira að sínum þörfum og kröfum til vinnustaðarins, til dæmis varðadi sveigjanleika eða hvort starfið komi til móts við persónulegar þarfir þeirra og svo framvegis. Tækniþróun er líka skýring á breyttu viðhorfi fólks til vinnustaða og stjórnunar. Stjörnustarfsmaðurinn „Gallinn við samantekt McKinsey er að hún sýndi að vinnustaðir eru mögulega að ofmeta árangur sinn en á móti kom að það voru engin svör í skýrslunni um hvað við ættum þá að gera til að ná meiri árangri,“ segir Jón og bætir við: ,,Sem er ekkert auðvelt viðfangsefni því eflaust leggjum við mismunandi skilning í hugtakið vellíðan á vinnustað.“ Til að samræma okkur betur í viðhorfi og skilning, segist Jón hafa rekist á áhugaverðan pýramída frá ráðgjafafyrirtækinu Mapiq, þar sem vellíðan á vinnustað er skilgreind. Pýramídinn skiptist í þrjú þrep: 1.Grunnþarfir Hérna erum við að tala um atriði eins og góðan mat í hádeginu, ferska ávexti, hönnun rýmis, lýsingu, loftgæðum, hljóðvist og fleira. „Þetta eru í rauninni þarfirnar sem vinnustaðir fara oftast fyrst að huga að til að auka á vellíðan og virkni á vinnustað,“ segir Jón. 2. Þörfin fyrir að tilheyra. Hérna erum við að tala um atriði eins og tengslin við vinnufélaga, samskipti og þá upplifun okkar að tilheyra stærri heild. „Óformleg samskipti eins og spjall við kaffivélina eða í hádeginu eru til dæmis verðmæt í þessu en þar sem fjarvinna er orðin svo algeng, þurfa stjórnendur að hlúa markvisst að þessu þrepi líka með því að gefa fólki frelsi til að nota fjölbreyttar samskiptaleiðir,“ segir Jón. 3. Sjálfsbirting : Stjörnustarfsmaðurinn verður til Til að starfsmaður nái hámarksafköstum og verði „Stjörnu-starfsmaður“ þurfa gildi hans, framtíðarsýn og markmið að fara saman með fyrirtækinu þannig að hann hugsi um það sem sitt eigið. Þegar starfsfólk upplifir að tilgangur þess í starfi skipti verulegu máli virkar það sem sjálfshvatning. Tilfinningin um sjálfræði verður svo til þegar stjórnendur veita starfsfólki frelsi til athafna. Þetta þýðir að stjórnendur geta ákveðið hvað og hvenær eitthvað sé gert en hvernig það er gert ætti starfsmaðurinn að hafa með að gera. Hér er sveigjanleiki einnig mikilvægur. Þegar starfsmaður upplifir að hann geti vaxið í starfi og verði verðmætari og heilsteyptari einstaklingur eykst starfsánægjan verulega.“ Jón segir ofangreind þrep geta hjálpað vinnustöðum við að skilja hvers vegna vinnustaðir séu mögulega ekki að ná tilætluðum árangri samkvæmt niðurstöðum McKinsey. Fókusinn er of mikill á fyrsta þrepið og of lítill fókus á þátt stjórnenda. Við þurfum stjórnendur sem hrósa, styðja, tryggja sálfræðilegt öryggi á vinnustaðnum og tengja framlag hvers og eins við árangur heildarinnar. Við þurfum stjórnendur sem útskýra í stað þess að gefa fyrirskipanir og bregðast við vandamálum með því að hlusta og skilja. Leiðtoga sem fara fyrir breytingum, leiða teymisvinnu og ýta undir samvinnu.“ En erum við ekki farin að ætlast til of mikils af vinnustöðum og stjórnendum. Er þetta ekki bara orðið að einhverju dekri við starfsfólk? „Nei þetta snýst um hag fyrirtækisins því að rannsóknir hafa margsannað og sýnt að ávinningur vinnustaða af því að auka vellíðan er ótvíræður. Sem dæmi má nefna atriði eins og minni starfsmannavelta, færri veikindadagar, meiri starfsánægja og meiri framleiðni.“ Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. 5. júní 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. 27. janúar 2023 07:01 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Samkvæmt nýjum rannsóknum eru níu af hverjum tíu fyrirtækjum í heiminum með áætlun um að bæta vellíðan á vinnustaðnum. Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart en mér brá svolítið þegar að ég sá í nýlegri samantekt McKinsey,The State of Organizations 2023 report,að þótt vinnustaðir séu almennt að stefna að aukinni vellíðun starfsfólks, eru þau ekki að ná raunverulegum árangri,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Hvað telur þú að vanti uppá? „Mögulega skýrist þetta að hluta til af því að við erum svo fljót að fara bara í grunnþættina. Þar sem vinnustaðir bjóða upp á ferska ávexti, góðan mat í hádeginu, kaupa flott húsgögn og jafnvel golfhermi í kjallararann eða líkamsræktarkort fyrir alla. Þetta eru allt atriði sem skipta máli og eru góð og gild. En ferskir ávextir og flott húsgögn hafa lítið að segja ef starfsfólkinu líður ekki vel bæði andlega og líkamlega og það er í þeim þáttum sem vinnustaðir eru mögulega að ofmeta árangur sinn.“ Jón segir þó mikilvægt að hafa í huga að breytingar síðustu ára hafa verið hraðar í kjölfar Covid og sjálfvirknivæðingar. Eðlilegt sé að vinnustaðir séu að reyna að feta sig áfram í stjórnun og breytingum því að fyrst og fremst séu þróunin að sýna að breytingin hjá starfsfólkinu sjálfu er svo mikil. Það sem starfsfólk vill í dag Síðastliðin 15 ár hefur Dale Carnegie staðið fyrir alþjóðlegum mælingum á virkni og tilfinningum starfsfólks vinnustaða. Jón segir Ísland hafa verið þáttakandi í þessum mælingum tvisvar á síðastliðnum áratug en eins og fram kemur í McKinsey samantektinni, eru mælingar Dale Carnegie líka að sýna að það eru varanlegar breytingar orðnar á forgangsröðun og gildum starfsfólks. Þannig eru þau atriði að sýna sig í kjölfar heimsfaraldurs og aukinnar sjálfvirknivæðingar að fólk velur og metur vinnustaði meira út frá sínum eigin gildum. Þegar rýnt er í nýjustu rannsókn Dale um virkni má sjá að forgangsröðun starfsfólks hefur breyst og þættirnir hér að neðan vegna nú þyngra en á áður. Þessir þættir eru: Sveigjanleiki Sjálfræði Persónulegar þarfir Jafnvægi heimilis og vinnu „Þegar við veltum fyrir okkur þáttum sem hafa áhrif á virkni starfsfólks er mikilvægt að muna að Covid var heilsukreppa. Margir upplifðu heilsubrest eða horfðu upp á aðra missa heilsu. Þessi reynsla upplifum fólks litar eðlilega myndina. Í grunninn hafa verið þrír drifkraftar sem hafa vegið mest varðandi virkni en þeir eru; samband við næsta yfirmann, trú á yfirstjórn og stefnu félagsins. Nú sjáum við hins vegar tvo þætti til viðbótar banka á dyrnar sem eru; jafnvægi vinnu og einkalífs og vinnuumhverfið,“ segir Jón en bætir við: „Þegar við rýnum svo enn dýpra þurfum við að skoða upplifun starfsfólk á vinnustaðnum og hvaða tilfinningar vega þyngst þegar kemur að virkni eða óvirkni og þar hefur orðið breyting á. Síðustu ár hefur starfsfólk kallað eftir; innblæstri, að það ríki eldmóður á vinnustaðnum, þau séu metin af verðleikum og hafi frelsti til athafna. Í nýjustu rannsókninni sjáum við nú til viðbótar atriði eins; möguleikan á að vaxa og þróast í starfi, krafa um persónulegan vöxt, að það ríki sálfræðilegt öryggi á vinnustaðnum, fjölbreytileika sé fagnað og að vinnuframlag hvers og eins skipti máli í heildarsamhenginu“ Niðurstöður alþjóðlegrar könnunar Dale Carnegie sýna að miklar breytingar hafa orðið hjá starfsfólki, sem nú hugar meira að sínum þörfum og kröfum til vinnustaðarins, til dæmis varðadi sveigjanleika eða hvort starfið komi til móts við persónulegar þarfir þeirra og svo framvegis. Tækniþróun er líka skýring á breyttu viðhorfi fólks til vinnustaða og stjórnunar. Stjörnustarfsmaðurinn „Gallinn við samantekt McKinsey er að hún sýndi að vinnustaðir eru mögulega að ofmeta árangur sinn en á móti kom að það voru engin svör í skýrslunni um hvað við ættum þá að gera til að ná meiri árangri,“ segir Jón og bætir við: ,,Sem er ekkert auðvelt viðfangsefni því eflaust leggjum við mismunandi skilning í hugtakið vellíðan á vinnustað.“ Til að samræma okkur betur í viðhorfi og skilning, segist Jón hafa rekist á áhugaverðan pýramída frá ráðgjafafyrirtækinu Mapiq, þar sem vellíðan á vinnustað er skilgreind. Pýramídinn skiptist í þrjú þrep: 1.Grunnþarfir Hérna erum við að tala um atriði eins og góðan mat í hádeginu, ferska ávexti, hönnun rýmis, lýsingu, loftgæðum, hljóðvist og fleira. „Þetta eru í rauninni þarfirnar sem vinnustaðir fara oftast fyrst að huga að til að auka á vellíðan og virkni á vinnustað,“ segir Jón. 2. Þörfin fyrir að tilheyra. Hérna erum við að tala um atriði eins og tengslin við vinnufélaga, samskipti og þá upplifun okkar að tilheyra stærri heild. „Óformleg samskipti eins og spjall við kaffivélina eða í hádeginu eru til dæmis verðmæt í þessu en þar sem fjarvinna er orðin svo algeng, þurfa stjórnendur að hlúa markvisst að þessu þrepi líka með því að gefa fólki frelsi til að nota fjölbreyttar samskiptaleiðir,“ segir Jón. 3. Sjálfsbirting : Stjörnustarfsmaðurinn verður til Til að starfsmaður nái hámarksafköstum og verði „Stjörnu-starfsmaður“ þurfa gildi hans, framtíðarsýn og markmið að fara saman með fyrirtækinu þannig að hann hugsi um það sem sitt eigið. Þegar starfsfólk upplifir að tilgangur þess í starfi skipti verulegu máli virkar það sem sjálfshvatning. Tilfinningin um sjálfræði verður svo til þegar stjórnendur veita starfsfólki frelsi til athafna. Þetta þýðir að stjórnendur geta ákveðið hvað og hvenær eitthvað sé gert en hvernig það er gert ætti starfsmaðurinn að hafa með að gera. Hér er sveigjanleiki einnig mikilvægur. Þegar starfsmaður upplifir að hann geti vaxið í starfi og verði verðmætari og heilsteyptari einstaklingur eykst starfsánægjan verulega.“ Jón segir ofangreind þrep geta hjálpað vinnustöðum við að skilja hvers vegna vinnustaðir séu mögulega ekki að ná tilætluðum árangri samkvæmt niðurstöðum McKinsey. Fókusinn er of mikill á fyrsta þrepið og of lítill fókus á þátt stjórnenda. Við þurfum stjórnendur sem hrósa, styðja, tryggja sálfræðilegt öryggi á vinnustaðnum og tengja framlag hvers og eins við árangur heildarinnar. Við þurfum stjórnendur sem útskýra í stað þess að gefa fyrirskipanir og bregðast við vandamálum með því að hlusta og skilja. Leiðtoga sem fara fyrir breytingum, leiða teymisvinnu og ýta undir samvinnu.“ En erum við ekki farin að ætlast til of mikils af vinnustöðum og stjórnendum. Er þetta ekki bara orðið að einhverju dekri við starfsfólk? „Nei þetta snýst um hag fyrirtækisins því að rannsóknir hafa margsannað og sýnt að ávinningur vinnustaða af því að auka vellíðan er ótvíræður. Sem dæmi má nefna atriði eins og minni starfsmannavelta, færri veikindadagar, meiri starfsánægja og meiri framleiðni.“
Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Stjórnun Vinnumarkaður Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. 5. júní 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. 27. janúar 2023 07:01 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00
Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig „Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði. 5. júní 2023 07:00
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni. 27. janúar 2023 07:01
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00