Innlent

Virkja SMS skila­boð vegna Skaft­ár­hlaups

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Fjórum vegum hefur verið lokað.
Fjórum vegum hefur verið lokað.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið.

Í tilkynningu Almannavarna kemur fram að ekki sé útilokað að SMS skilaboðin berist til fólks utan svæðisins. Er almenningur beðinn að hafa það í huga. Í skilaboðunum er fólk beðið um að yfirgefa svæðið vegna gasmengunar og vatnavöxtum við Skaftá.

Fyrr í dag lýsti lögreglan á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna hlaupsins. Brennisteinsmengunar getur gætt þegar hlaupvatn kemur undan jökli og skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Þá geta árnar flætt yfir bakka og vegi.

Er ferðafólki ráðlagt að halda sig frá farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Lögreglan á Suðurlandi hefur jafnframt ákveðið að setja lokunarhlið á eftirfarandi vegi:

1. Landmannalaugar inn á Fjallabak-nyrðra inná F-208

2. Skaftártungnavegur (vegur 208) frá Búlandi

3. Inn á Álftavatnskrókinn á vegi F-210 inná F-233

4. Vestan við vað yfir Hólmsár gatnamót F-210 og F-232


Tengdar fréttir

Skáftárhlaup er hafið

Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×