Í mati dómnefndar segir: „Arnhildur hefur sýnt eftirtektarverðan kraft, framsækni, frumkvæði og árangur á sviði vistvænnar mannvirkjahönnunar. Arnhildur hefur slegið nýjan tón í íslenskri mannvirkjahönnun með framsækinni hringrásarhugsun og kom hún m.a. á samstarfi við fremsta hringrásarhönnuð Norðurlandanna, Lendager group. Að auki hefur hún verið óeigingjörn við að deila reynslu sinni, kynna og ræða vistvæna mannvirkjagerð í fjölmiðlum og kynningarfundum af ýmsu tagi.“
Arnhildur hefur hannað hús sem hafa hátt í helmingi minna kolefnisspor en aðrar sambærilegar byggingar. Nýverið var tillaga hennar og danska arkitekta- og nýsköpounarfyrirtækisins Lendager að borgarþróun Veðurstofureitsins valin og er nú unnið að henni. Hverfið sem þar mun rísa er hannað með náttúrulegum, lífrænum efnum og staðbundnum úrgangsefnum sem safnað er saman á höfuðborgarsvæðinu.