Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 23:00 Orri Steinn Óskarsson og boltinn sem hann fékk til eignar eftir að skora þrjú gegn Breiðabliki. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira