Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 21:31 Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille. Vísir/Getty Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Sjá meira