Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 09:12 Sigtún á nýja miðbæinn á Selfossi. Félagið keypti einnig Landsbankahúsið sem sést ofarlega á miðri myndinni. Vísir/Egill Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum. Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum.
Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira