Enski boltinn

Eng­lands­meistararnir stað­festa Nu­nes og selja Pal­mer til Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nunes er mættur til Manchester.
Nunes er mættur til Manchester. Manchester City

Englandsmeistarar Manchester City hafa staðfest kaupin á miðjumanninum Matheus Nunes. Hann skrifar undir fimm ára samning við félagið. Þá er hinn ungi Cole Palmer genginn í raðir Chelsea.

Man City hefur verið á eftir Nunes undanfarna daga og hefur nú tekist að sannfæra Úlfana um að sleppa takinu á þessum 25 ára gamla portúgalska miðjumanni. Talið er að kaupverðið nemi um 53 milljónum punda eða tæplega níu milljörðum íslenskra króna.

Nunes gekk í raðir Úlfanna á síðustu leiktíð og lék alls 36 leiki fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni. Hann er nú mættur í raðir Englandsmeistaranna og á að hjálpa til við að fylla skarðið sem İlkay Gündoğan skildi eftir sig en þýski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Barcelona í sumar.

Það er nóg um að vera á skrifstofu Man City rétt fyrir gluggalok en hinn ungi og efnilegi Cole Palmer er genginn í raðir Chelsea. Talið er að Lundúnafélagið borgi 40 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna, fyrir 21 árs gamla leikmann.

Palmer skrifar undir sjö ára samning við Chelsea með möguleika á ári til viðbótar. Hann er 11. leikmaðurinn sem Chelsea fær í sínar raðir í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×