Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Íþróttadeild skrifar 1. september 2023 23:30 Ryan Gravenberch er mættur til Liverpool. Liverpool Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira