Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 12:00 Andrés Ingi gefur lítið fyrir hert skilyrði fyrir hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26