„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2023 08:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan. Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan.
Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti