Greint var frá því á fundi forsætisnefndar í dag að Þórdís Lóa væri komin í veikindaleyfi en við vinnslu fréttar Vísis náðist ekki í Þórdísi.
„Þá er komið að því, ég er komin með langþráð nýtt hné,“ skrifar Þórdís á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum og ástæðu leyfisins.
„Í gær fór ég í liðskiptaaðgerð sem ég hef beðið lengi eftir, þökk sé áttaki heilbrigðisráðherra á biðlistum þar sem gerður var samningur við tvö sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þá komst ég að hjá Klínikinni. Ég er því komin í veikindaleyfi til 30. nóvember.“
Pawel tekur því við sem borgarfulltrúi og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir verður varaborgarfulltrúi.
„Ég mun sinna nokkrum stjórnarstörfum og óformlegum störfum oddvita,“ skrifar Þórdís Lóa og segir eiginmann sinn, Pétur Jónsson, stjana við sig. Búið sé að senda henni lista af myndum og þáttum til að horfa á á meðan leyfinu stendur.