Það voru þó gestirnir í Paderborn sem tóku forystuna snemma leiks þegar Robert Leipertz kom boltanum í netið strax á 12. mínútu áður en Tom Rothe jafnaði metin fyrir heimamenn tæpum tuttugu mínútum síðar.
Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Steven Skrzybski kom Holstein Kiel þó í forystu eftir klukkutíma leik áður en hann var tekinn af velli fyrir Hólmbert Aron á 85. mínútu.
Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Holstein Kiel sem lyfti sér á topp deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en Magdeburg sem situr í öðru sæti. Paderborn situr hins vegar í 15. sæti með fjögur stig.