Enski boltinn

Var spurður út í varnar­línuna en fór að lýsa leið sinni í vinnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. Vísir/Getty Images

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið mikla athygli fyrir undarlegt svar sitt á blaðamannafundi fyrir stórleik dagsins.

Arteta og lærisveinar hans mæta Manchester United í stórleik helgarinnar á Englandi. Á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins var Arteta spurður út í varnarleik sinna manna og liðsuppstillingu en hún er töluvert breytt frá því á síðustu leiktíð þegar vörn liðsins virtist órjúfanleg.

Hann var spurður hvort það gæti verið að sama vörn og stóð sig vel á síðustu leiktíð myndi byrja gegn Man United. Arteta byrjaði á því að segja að hann hefði breytt hlutunum í góðgerðarskildinum gegn Manchester City og þar hefðu verið 43 mismunandi uppstillingar (e. structure).

Í kjölfarið ákvað Arteta að lýsa leið sinni á æfingasvæði Arsenal. Sjón er sögu ríkari en myndband af einræðu þjálfarans má sjá hér að ofan. Þar fer hann yfir hvernig hann þarf stundum að skafa af framrúðunni því það er kalt klukkan sex á morgnanna, hvernig hann breytir leiðinni ef hann fer af stað eftir klukkan sjö og hvað gerist ef hann er með sprungið dekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×