„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 23:26 „Go home and shame on you“ eða „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboð Einars við Reykjavíkurhöfn. Hann fékk stuðning frá áhöfnum hvalveiðibáta Hvals hf. vísir/ívar fannar „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum. Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum.
Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira