Guðbergur Bergsson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 06:15 Guðbergur á æskuslóðum við Ísólfsskála á Reykjanesi árið 2021. Hann hafði engar áhyggjur af hraunrennslinu og sú tilfinning reyndist á rökum reist. Vísir/Egill Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Verk Guðbergs hafa verið þýdd á fjölda tungumála, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðni Þorbjörnsson Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku. Hann hefur þannig átt stóran hlut í því að kynna Íslendinga fyrir spænsku- og portúgölskumælandi höfundum, meðal annars með þýðingum á verkum heimsbókmennta á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Guðni Þorbjörnsson Skáldsaga hans Svanurinn hefur vakið mikla athygli víða um heim og var samnefnd kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, sem byggð er á bókinni, frumsýnd árið 2017. Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar á ævi sinni fyrir ritstörf sín. Þannig hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998. Hann var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norræn verðlaun sænsku bókmenntaakademíunnar árið 2004. Hafði engar áhyggjur af æskuheimilinu á gosstöðvum Guðbergur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík árið 1932. Hann heimsótti æskuslóðir sínar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni á Stöð 2 árið 2021. Þá var útlit fyrir að æskuheimilið færi undir hraun vegna eldgoss í Geldingadölum. Guðni Þorbjörnsson Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Guðbergur reyndist sannspár. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs er Guðni Þorbjörnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri ARTPRO ehf. Þeir hafa í rúman áratug búið í Mosfellsbæ og Berlín, auk þess að eiga aðsetur í Reykjavík, Grindavík og Madrid. Saman eiga þeir Bengal kettina Pútín og Picasso. Guðni Þorbjörnsson Andlát Bókmenntir Grindavík Menning Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19 Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verk Guðbergs hafa verið þýdd á fjölda tungumála, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðni Þorbjörnsson Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku. Hann hefur þannig átt stóran hlut í því að kynna Íslendinga fyrir spænsku- og portúgölskumælandi höfundum, meðal annars með þýðingum á verkum heimsbókmennta á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Guðni Þorbjörnsson Skáldsaga hans Svanurinn hefur vakið mikla athygli víða um heim og var samnefnd kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, sem byggð er á bókinni, frumsýnd árið 2017. Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar á ævi sinni fyrir ritstörf sín. Þannig hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998. Hann var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norræn verðlaun sænsku bókmenntaakademíunnar árið 2004. Hafði engar áhyggjur af æskuheimilinu á gosstöðvum Guðbergur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík árið 1932. Hann heimsótti æskuslóðir sínar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni á Stöð 2 árið 2021. Þá var útlit fyrir að æskuheimilið færi undir hraun vegna eldgoss í Geldingadölum. Guðni Þorbjörnsson Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Guðbergur reyndist sannspár. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs er Guðni Þorbjörnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri ARTPRO ehf. Þeir hafa í rúman áratug búið í Mosfellsbæ og Berlín, auk þess að eiga aðsetur í Reykjavík, Grindavík og Madrid. Saman eiga þeir Bengal kettina Pútín og Picasso. Guðni Þorbjörnsson
Andlát Bókmenntir Grindavík Menning Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19 Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19
Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18