Höfðingjarnir mögulega án eins síns besta manns þegar titilvörnin hefst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 22:31 Travis Kelce í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Images Travis Kelce, innherji NFL-meistara Kansas City Chiefs, gæti verið fjarverandi þegar liðið hefur leik á komandi tímabili. Það styttist í að NFL-tímabilið 2023-24 fari af stað. Líkt og vanalega ríkir mikil spenna fyrir komandi leiktíð en Kansas City Chiefs eiga titil að verja. Þeirra helsta stjarna er Patrick Mahomes en hann er leikstjórnandi liðsins. Hinn 33 ára gamli Travis Kelce er hins vegar litlu minni stjarna enda hetja í augum stuðningsfólks liðsins. Kelce gekk í raðir Chiefs árið 2013 og hefur verið þar allar götur síðan. Kelce skoraði eitt snertimark í ótrúlegum 38-35 sigri Chiefs á Philadelphia Eagles í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Það virðist þó sem aldurinn sé að ná í skottið á innherjanum en hann gæti verið fjarri góðu gamni þegar Chiefs mætir Detroit Lions í fyrsta leik tímabilsins á aðfaranótt föstudags. Travis Kelce hyperextended his knee at practice today and his status for Thursday night is uncertain pic.twitter.com/8Q5lwDqRFs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 5, 2023 Kelce spennti hnéð á sér um og of á æfingu í dag og gæti því verið frá keppni í einhvern tíma. Ekki kemur fram hversu lengi hann gæti verið frá en tæpt er að hann verði klár þegar Chiefs mætir Detroit. Leikur Chiefs og Lions verður sýndur í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 00.00 á föstudaginn kemur. NFL Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Sjá meira
Það styttist í að NFL-tímabilið 2023-24 fari af stað. Líkt og vanalega ríkir mikil spenna fyrir komandi leiktíð en Kansas City Chiefs eiga titil að verja. Þeirra helsta stjarna er Patrick Mahomes en hann er leikstjórnandi liðsins. Hinn 33 ára gamli Travis Kelce er hins vegar litlu minni stjarna enda hetja í augum stuðningsfólks liðsins. Kelce gekk í raðir Chiefs árið 2013 og hefur verið þar allar götur síðan. Kelce skoraði eitt snertimark í ótrúlegum 38-35 sigri Chiefs á Philadelphia Eagles í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Það virðist þó sem aldurinn sé að ná í skottið á innherjanum en hann gæti verið fjarri góðu gamni þegar Chiefs mætir Detroit Lions í fyrsta leik tímabilsins á aðfaranótt föstudags. Travis Kelce hyperextended his knee at practice today and his status for Thursday night is uncertain pic.twitter.com/8Q5lwDqRFs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 5, 2023 Kelce spennti hnéð á sér um og of á æfingu í dag og gæti því verið frá keppni í einhvern tíma. Ekki kemur fram hversu lengi hann gæti verið frá en tæpt er að hann verði klár þegar Chiefs mætir Detroit. Leikur Chiefs og Lions verður sýndur í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 00.00 á föstudaginn kemur.
NFL Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Sjá meira