„Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr forstjóri Haga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2023 06:51 Finnur Oddsson er forstjóri Haga. Vísir/Vilhelm „Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að færa megi rök fyrir því að það sé ódýrara fyrir „heimafólk“ að kaupa í matinn hérlendis en á flestum stöðum í Evrópu, að minnsta kosti hlutfallslega miðað við útgjöld eða laun. „Það er reyndar skiljanlegt að við fáum þessa tilfinningu þegar við förum með okkar íslenska kaupmátt og verslum erlendis, einkum í suðurhluta Evrópu. En samanburðurinn er aðeins villandi, því réttara væri að skoða verðlag í hverju landi í samhengi við heildarútgjöld heimila, ráðstöfunartekjur eða rekstrarkostnað á viðkomandi stað, segir Finnur við Morgunblaðið. „Þannig mælt, þá telur matarkarfa heimila á Íslandi um 13% útgjalda, sem er lægra hlutfall af útgjöldum en meðaltal um 30 Evrópulanda, allt frá Noregi til Portúgals, sem er tæplega 16% (m.v. árið 2021). Á síðustu tíu árum hefur þetta hlutfall lækkað á Íslandi en hækkað í nágrannalöndunum.“ Spurður að því hver ber ábyrgð á verðbólgunni segir Finnur samfélagið komið í einhvers konar samkvæmisleik, þar sem enginn vilji halda á Svarta-Pétri. Það sé ef til vill mesti skaðinn af verðbólgunni; hún ali á tortryggni og rýri traust. „Það sem setur verðbólguskotið af stað eru alþjóðlegar kringumstæður sem mynda verðbólguþrýsting innanlands. Þann þrýsting er erfitt að hemja með aðgerðum SÍ. Að auki kynda svo aðstæður á húsnæðismarkaði og miklar launahækkanir enn frekar undir verðbólgunni,“ segir Finnur, spurður að því hvort Seðlabankinn sé á réttri leið með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum. Verðbólgan sé engum einum að kenna og enginn einn ráði við hana. Efnahagsmál Neytendur Verðlag Verslun Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
„Það er reyndar skiljanlegt að við fáum þessa tilfinningu þegar við förum með okkar íslenska kaupmátt og verslum erlendis, einkum í suðurhluta Evrópu. En samanburðurinn er aðeins villandi, því réttara væri að skoða verðlag í hverju landi í samhengi við heildarútgjöld heimila, ráðstöfunartekjur eða rekstrarkostnað á viðkomandi stað, segir Finnur við Morgunblaðið. „Þannig mælt, þá telur matarkarfa heimila á Íslandi um 13% útgjalda, sem er lægra hlutfall af útgjöldum en meðaltal um 30 Evrópulanda, allt frá Noregi til Portúgals, sem er tæplega 16% (m.v. árið 2021). Á síðustu tíu árum hefur þetta hlutfall lækkað á Íslandi en hækkað í nágrannalöndunum.“ Spurður að því hver ber ábyrgð á verðbólgunni segir Finnur samfélagið komið í einhvers konar samkvæmisleik, þar sem enginn vilji halda á Svarta-Pétri. Það sé ef til vill mesti skaðinn af verðbólgunni; hún ali á tortryggni og rýri traust. „Það sem setur verðbólguskotið af stað eru alþjóðlegar kringumstæður sem mynda verðbólguþrýsting innanlands. Þann þrýsting er erfitt að hemja með aðgerðum SÍ. Að auki kynda svo aðstæður á húsnæðismarkaði og miklar launahækkanir enn frekar undir verðbólgunni,“ segir Finnur, spurður að því hvort Seðlabankinn sé á réttri leið með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum. Verðbólgan sé engum einum að kenna og enginn einn ráði við hana.
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Verslun Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira